Vér morðingjar
Forseti Bandaríkjanna hefur rýmkað heimildir sínar til bandarísku leyniþjónustunnar CIA um aftökur á fólki sem hún sjálf skilgreinir sem hermdarverkamenn. Í bandarískum fjölmiðlum er talað um rýmkaðar morðheimildir Ákvarðanirnar hljóta að vekja allan almenning til umhugsunar um í hvaða siðferðilegu hæð valdsmenn í
Einræðistilburðir og mannréttindabrot
Einræðissnið stjórnarathafna og ákvarðana vestra vekur ugg. Það er forsetinn sjálfur sem hefur valdið til að heimila leyniþjónustunni að drepa fleiri menn í dag en í gær, ef þessi sama “þjónustustofnun” hefur komist að því að viðkomandi ógni öryggi Bandaríkjanna og náist ekki með öðrum hætti en að drepa hann. Á ensku kallast þetta extra-judicial killing – dráp án dóms og laga. Þetta er eitt. Annað er svo hitt að í skjóli forsetavaldsins hefur verið komið upp nýju dóms- og rannsóknarstigi. Sú fjallabaksleið lögfræðinnar á sér vart hliðstæðu nema ef væri í samfélögum sem við vildum helst ekkert vita af. Þar kemur leyniþjónustan líka við sögu. Hún getur skilgreint menn hættulega, eða ákveðið að þeir ógni öryggi umhverfisins, og með því látið handtaka þá og hneppa í varðhald. FISC (
Ógnvænleg þróun
Theodore B. Olson, bandaríski ríkislögmaðurinn, sá sem hélt uppi vörnum fyrir Bush þegar "hnökrar urðu í framkvæmd kosninganna" (orðasamband um kosningasvindl sem forysta Sjálfstæðisflokksins notar til að skýra hvað gerðist í prófkjöri flokksins í NV-kjördæminu á dögunum) á Flórída og sá sem missti eiginkonu sína í hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin 11. september í fyrra, hefur nú aftur hlaupið undir bagga og haldið uppi vörnum vegna gagnrýni á stefnu forsetans. Röksemdir Olsons eru efnislega svona: Þegar þjóð hefur ekki verið lengi í stríði þá gleyma menn hvaða varúðarreglum samfélagið verður að beita til að verja sig. Þegar allt kemur til alls þarf einhver einn að skera úr um hver er "fjandsamlegur" og hver ekki. Spurning er hvort það á að vera dómstóll sem gerir það eða sá sem þjóðin hefur kosið sér sem leiðtoga. Mislíki þjóðinni það sem forsetinn ákveður þá kýs hún hann einfaldlega ekki næst! Það er röksemdafærsla af þessu tagi sem hlýtur að leiða til þess að menn velta fyrir sér hvað sé að gerast í Bandaríkjunum og það er hægt að taka undir með bandarískum mannréttindasamtökum sem segja að þróunin sé ógnvekjandi. Hvar eru þeir nú sem hæst gólu um frelsið og mannréttindin?