VERJUM ALMANNARÉTTINN
04.04.2014
Eflaust ætla einhver að vera við Geysi á laugardag klukkan hálf tvö til að standa á lagalegum rétti okkar um gjaldfrjálsa aðkomu að náttúrundrum Íslands.
Þetta gæti orðið skemmtilegur helgarbíltúr. Frá höfuðborgarsvæðinu tekur það um hálfan annan klukkutíma að aka að Geysi. Minna hefur verið gert til varnar náttúrunni gegn ásókn gróðamanna en að fara í nokkurra klukkutíma helgabíltúr!
Í grein sem við Stefán Þorvaldur Þórsson, landfræðingur, skrifuðum í sameiningu í DV í dag og einnig í umfjöllun minni hér á síðunni, er bent á að Bjarni Benediktsson,fjármálaráðherra, hafi staðfest í yfirlýsingu á Alþingi í byrjun vikunnar að ríkið hafi ætlað - og ætli væntanlega enn - að standa straum af öllum framkvæmdum á Geysissvæðinu en gróðasjónarmið landeigenda ýmissa standi hins vegar í vegi þessa.
Sjá: http://www.dv.is/frettir/2014/4/4/fjarmalaradherra-telur-ad-fyrir-gjaldheimtumonnum-vaki-fyrst-og-fremst-grodahugsun/
og https://www.ogmundur.is/is/greinar/athyglisvert-svar-fjarmalaradherra-um-ologlega-rukkun
Þetta gæti orðið skemmtilegur helgarbíltúr. Frá höfuðborgarsvæðinu tekur það um hálfan annan klukkutíma að aka að Geysi. Minna hefur verið gert til varnar náttúrunni gegn ásókn gróðamanna en að fara í nokkurra klukkutíma helgabíltúr!
Í grein sem við Stefán Þorvaldur Þórsson, landfræðingur, skrifuðum í sameiningu í DV í dag og einnig í umfjöllun minni hér á síðunni, er bent á að Bjarni Benediktsson,fjármálaráðherra, hafi staðfest í yfirlýsingu á Alþingi í byrjun vikunnar að ríkið hafi ætlað - og ætli væntanlega enn - að standa straum af öllum framkvæmdum á Geysissvæðinu en gróðasjónarmið landeigenda ýmissa standi hins vegar í vegi þessa.
Sjá: http://www.dv.is/frettir/2014/4/4/fjarmalaradherra-telur-ad-fyrir-gjaldheimtumonnum-vaki-fyrst-og-fremst-grodahugsun/
og https://www.ogmundur.is/is/greinar/athyglisvert-svar-fjarmalaradherra-um-ologlega-rukkun