VERJUM TJÁNINGARFRELSIÐ
01.03.2007
Sæll Ögmundur.
Sé í pistli frá þér um aðför við tjáningafrelsið að þú ferð mikinn á móti þeim sem eru ekki sammála því ágæta fólki sem barðist gegn klámráðstefnunni. Ertu að gefa í skyn að þú viljir ritstýra mótmælendum þannig að þeir henti stefnu þinni?
Magnús
Nei, ég vil ekki hömlur á tjáningarfrelsið að öðru leyti en því að fólk sem hefur í hótunum við þá sem leyfa sér að hafa skoðun á ekki að líðast slík framkoma. Ég er með tjáningarfrelsinu en á móti þeim sem reyna að kúga aðra til að láta af skoðunum sínum. Slíkt er tilræði við tjáningarfrelsið. Hver veit nema við séum sammála Magnús í þessu efni? Ég hef grun um að svo sé.
Kv.
Ögmundur