VERKFÖLL SNÚAST UM KJÖR, EKKI AÐFERÐA-FRÆÐI
18.10.2015
Sæll Ögmundur.
Ég þakka þér fyrir að mótmæla því að verkfall okkar snúist um aðferðafræði við samninga en ekki kjör eins og fjármálaráðherrann viðist halda Enginn leikur sér að því að fara í verkfall. Það þýðir tekjumissi og ómæld leiðindi. Við förum í verkfall til að knýja á um betri kjör og réttlátari tekjuskiptingu. Þetta verður fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin að skilja - og því fyrr þeim mun betra.
Sjúkraliði í verkfalli