Fara í efni

VESALDÓMUR Á VISIR.IS


Ósköp þykir mér dapurlegt þegar aðilar sem ég þykist vita að vilji vera samfélagslega ábyrgir falla á mikilvægu siðferðisprófi.  Þetta kom mér í hug þegar ég fór inn á síðu vefmiðilsins visir.is í morgun og við blasti lokkandi auglýsing sem beint var til spilafíkla um aðgang að spilavíti á netinu. Auðvitað þarf visir.is á auglýsingatekjum að halda. En helgar tilgangurinn meðalið í því efni?  Er allt leyfilegt til að afla auglýsingatekna? Hvað segir dómsmálaráðuneytið? Fjárhættuspil eru bönnuð á Íslandi. Úr lögmæti þessa þarf að fást skorið. Ég mun leggja mitt af mörkum til að svo verði gert.