Fara í efni

VÍÐUR SJÓNDEILDAR-HRINGUR

Sæll Ögmundur og takk fyrir síðast.
Í umræðum á Alþingi um Icesave hafa margir haldið góðar ræður, þar á meðal Steingrímur Sigfússon formaður Vinstri grænna og Valgeir Skagfjörð varaþingmaður Borgarahreyfingarinnar. Það var þó annar maður sem leit málið út frá stærri sjóndeildarhring. Þú settir inn í málið t.a.m. hvernig stjórnarandstaðan og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn væri að setja þetta mál upp og af hverju andstaða þeirra væri svona mikil núna. Þú sagðir svo eitthvað sem aðrir þingmenn myndu ekki segja; "svo voru þessir menn búnir að stela öllum peningunum úr landinu" og þar áttir þú við íslensku fjárglæframenninna og síðar sagðiru "það hefur ekkert verið annað í boði í íslenskum stjórnmálum en frjálshyggjan og markaðslausnir sem þjóðin hefur engan áhuga á að kaupa". Að mínu mati eftir tuttugu ára bullandi frjálshyggju og kapítalisma í sinni verstu mynd finnst mér ótrúlegt að þingmaður skuli koma upp og tala svona, það er ótrúlegt, en það er svo frábært. Þú hélst tímamótaræðu! Þú mátt vera ansi stoltur af lífsstarfi þínu sem ötull talsmaður íslensk verkalýðs og allra þeirra sem minna hafa mátt sín. Haltu áfram að taka ákvarðanir sem munu vera þessu fólki til bóta.
Ágúst Valves Jóhannesson

Heill og sæll og þakka þér fyrir hlý orð.
Kv.
Ögmundur