VILDUÐ EKKI SANNGIRNI BRETA OG HOLLENDINGA!
Er einhver ástæða til að ætla að EFTA-dómstóllinn verði hlutdrægur í sínum Icesave-dómi? Þannig leit þjóðin ekki á þegar hún ákvað að betra væri að málið færi í dóm heldur en að semja um það. Enda er engin ástæða til að gruna EFTA-dómstólinn um græsku. Þú (útfrá skrifum þínum tel ég það víst að þú hafir kosið að fella samninginn)ásamt meirihluta þjóðarinnar kusuð þessa leið frekar en að taka sanngjörnum samingi og við skulum vona að dómur falli okkur í hag. Í þessu fólst vissulega áhætta, en Íslendingar virðast oft tilbúnir að taka áhættu. Með neyðarlögunum voru íslenskir skattgreiðendur látnir tryggja hverja einustu krónu í bankabókum í íslenskum bönkum á Íslandi en ekki í útbúum þeirra ef þau voru erlendis. Sem dæmi má nefna að nokkrir íslenskir einstaklingar áttu yfir milljarð króna hver og einn á bankabókum hér og íslenskir skattgreiðendur tryggðu þeim þessar risaupphæðir að fullu. Í framhaldi af þessu þá lánuðu Hollendingar og Bretar ríkisjórn Geir Haarde talsvert fjármagn, svo einnig mætti tryggja bankainnistæður skv tilskipuninni í útibúum Landsbankans í löndum þeirra. Stríðið stóð um að greiða þetta lán til baka og eins og allir vita þá vísaði forsetinn þeirri ákvörðun í þjóðarakvæðagreiðslu. Ef dómur fellur Íslendingum í óhag þá óttast ég mest að það verði á grundvelli þeirrar mismunar sem fellst í því að íslenska ríkið tryggði aðeins innistæður bankanna hér en ekki í útbúum þeirra annars staðar á EES.
Pétur Kristjánsson
Það er eins gott að þú ert ekki í vörninni fyrir Ísland í Brussel.
Ögmundur Jónasson