Fara í efni

VILJA GERA HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNA AÐ BISNISS!

Heilsugæsla - bissnes
Heilsugæsla - bissnes

Fljótlega eftir að Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, fékk í sína liðsveit nýjan lækningaforstjóra fyrir Heilsgæsluna á höfðuborgarsvæðinu fyrir rúmu ári, tóku að berast skilaboð um að þar væru skoðanabræður á ferð.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að hinn nýí forstjóri, Oddur Steinarsson, hefur lengi viljað hasla sér völl í heimi viðskipata sem er að sjálfsögðu í góðu lagi og hans mál. Það kemur hins vegar okkur öllum við þegar hann vill halda með heilbrigðisþjónustuna inn á þann vettvang.

Það lofaði ekki góðu þegar heilsugæsluforstjórinn nýi sagði að eðlilegt væri að heilsugæslan heyrði undir Samkeppniseftirlitið enda ætti þar innan veggja að ríkja samkeppni. https://www.ogmundur.is/is/greinar/eru-draumar-ola-bjorns-ad-raetast

Kristján Þór endurómaði þessar áherslur - lágtóna að vísa - hann nánast hvíslaði því eitt kvöldið í Sjónvarpsfréttum, að nú ætti fjármagn að fylgja sjúklingi. Kristján veit að best er að tala á lágum nótum því vitað er að markaðsvæðing heilbrigðiskefins stríðir gegn þjóðarvilja.

En Fréttablaðið gerði þeim félögum óleik að því leyti sl. miðvikudag að þar var engu hvíslað. Sagt var í hástöfum á forsíðu að Heilsugæslan ætti að lúta Samkeppniseftirlitinu og forstjórinn þar, Páll Gunnar Pálsson, kvaðst spenntur að sjá „samkeppnishvatana" að verki í heilbrigðiskerfinu.

Nei takk segi ég og síðar þennan dag kvaddi ég mér hljóðs á þingi til að hvetja Framsóknarmenn til að standa vaktina gegn einkavæðingaráformum Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðiskerfinu. Það hefðu þeir gert fyrr á tíð en erindið væri ekki síður brýnt nú. http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20151209T152023  

Það hefur margoft komið fram að Íslendingar vilja ekki að heilbrigðiskerfið verði gert að bisniss!