VILL EKKI AÐ SKRÍMSLUM VERÐI KALT !
29.04.2014
Hópur leikskólabarna frá Ægisborg í Reykjavík kom á Austurvöll í dag og leit við í Alþingi. Öll báru börnin eigin kveðskap framan á sér og aftan og sýndist mér ort út frá hugmyndum höfunda um hlutskipti skrímsla.
Ungi maðurinn á myndinni, sem heitir Ögmundur Óskar Jónsson, tjáði mér að sér væri umhugað um að skrímslum yrði ekki kalt og gengi kveðskapur sinn út á það.
Þetta þótti mér falleg hugsun að færa til Alþingis. Ekki svo að skilja að ég telji þar vera fleiri skrímsl að störfum en almennt gerist á vinnustöðum í landinu, heldur vegna hins að hugsunin er falleg, að öllum beri ylurinn, einnig hinum erfiðari á meðal vor - skrímslunum.
Ungi maðurinn á myndinni, sem heitir Ögmundur Óskar Jónsson, tjáði mér að sér væri umhugað um að skrímslum yrði ekki kalt og gengi kveðskapur sinn út á það.
Þetta þótti mér falleg hugsun að færa til Alþingis. Ekki svo að skilja að ég telji þar vera fleiri skrímsl að störfum en almennt gerist á vinnustöðum í landinu, heldur vegna hins að hugsunin er falleg, að öllum beri ylurinn, einnig hinum erfiðari á meðal vor - skrímslunum.
