VÍMUEFNI OG AUÐKENNISMÁL
15.09.2014
Ráðstefna sem ég sótti í Aþenu um efnahagsþrengingar og vímuefnavarnir og síðan auðkennismál voru meginumræðuefnin í spjalli okkar Ragnheiðar Ríkarðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Bylgjunni i morgun.
Margt lærði ég á ráðstefnunni í Aþenu, sumt í spjalli við sérfræðinga sem þarna voru samankomnir. Til dæmis þótti mér merkilegt að heyra að sígarettuframleiðendur í Bandaríkjunum væru í startholunum með maríujuana sígarettur fari svo að maríujuana verði lögleitt. Þeir kalla ekki allt ömmu sína þessir kónar þegar gróðavon er annars vegar!
Auðkennismálin ræddum við líka og þá einkum þá undarlegu ákvörðun fjármálaráðuneytisins að gera það að skilyrði að menn gerðust viðskiptavinir Auðkennis, fyrirtækis í eigu fjármálastofnana, til að geta fengið skuldaleðiréttingu.
Ég tók málið upp á þingi í dag (http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20140915T151007 en heyrðist því miður á fréttum að mér hefði ekki tekist að koma því til skila um hvað málið snerist: a) að þvinga fólk til undirskriftar að nayðsynjalausu, b) að undirskriftin yrði að gerast með milligöngu tiltekins fyrirtækis.
Hvoru tveggja er í hæsta máta undarelgt.
Ekki gætti í öllum fréttum misskilnings um Auðkewnnismálin, t.d. ekki hér: http://www.dv.is/frettir/2014/9/15/likt-og-thad-eigi-ad-thvinga-landsmenn-alla-inn-i-vidskipti-vid-eitt-tiltekid-fyrirtaeki/ og http://www.visir.is/oskar-svara-um-audkenni/article/2014140919281 Spjallið á Bylgjunni í morgun:
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP29614