Fara í efni

VÍSA VARÐ TIL

Núverandi forsætisráðherra fær alveg skelfilega litla athygli. Fólk tekur ekki eftir honum þótt hann birtist á skjánum; skjálfi og nötri einsog fallandi laufblað að hausti. Þótt hann sé sakaður um að hafa selt sér og sínum banka, þá virðist það ekki skipta máli. Þótt hann fái nánast vítur frá umboðsmenni Alþingis, þá yppir þjóðin bara öxlum og lætur einsog Dóri sé ekki til. Jafnvel þegar hann flytur þjóðinni stefnuræðu, þá er einsog fólk vilji ekki viðurkenna tilvist hans.
Af þessum sökum fæddist vísa sem fjallar um það hversu illa Dóri sést.

Af auðnu hljóta ekki jafnt
allir landsins feður,
já, víst er æði vandasamt
að vera illa séður.

Kristján Hreinsson