VISSUM MARGT UM TRUMP EN MINNA UM SEFASÝKI Í EVRÓPU
Þótt við teldum okkur vita margt um Trump þá vissum við ekki allt.
Við vissum ekki hve fasískur hann yrði gagnvart ýmsum minnihlutahópum sem þurfa á samfélagslegum stuðningi að halda.
Við vissum ekki um ofbeldisfull vinnubrögð hans gagnvart opinberum innviðarekstri – þar sem allur fjöldinn skuli rekinn en já-menn (endur)ráðnir.
Við vissum ekki um hve ranglát og gróf aðförin að innflytjendum yrði.
Við vissum ekki hve langt yrði gengið í valdbeitingu gagnvart fjölmiðlum og öðrum þeim sem ekki hlýddu fyrirmælum um breytingar, til dæmis á landakortinu, neituðu að kalla Mexíkóflóa, Ameríkuflóa samkvæmt forsetatilskipun, svo aðeins eitt sé nefnt.
Við vissum ekki af hve miklum ákafa yrði reynt að eyðileggja alþjóðastofnanir á borð við Alþjóðaglæpadómstólinn.
Við vissum ekki hve langt yrði gegnið í að framfylgja þeirri stefnu að í alþjóðlegum samskiptum fari BNA að heimasmíðuðum reglum en ekki alþjóðalögum.
Við vissum ekki hve yfirgengilegur hinn nýi forseti yrði í yfirlýsingum um Gaza.
Við vissum ekki að hann myndi kinnroðalaust opinbera ásælni sína í Grænland, Kanada, Panama og fleiri svæði.
Við vissum ekki að hann myndi segja í heyranda hljóði að Úkraínumenn fengju því aðeins stuðning að þeir létu af hendi auðlindir sínar til BNA.
Við vissum ekki hve langt yrði gengið í að niðurlægja menn, vini sem óvini, í öllum þessum ferlum. Þar með verður siðleysi og ruddaskapur hin viðtekna hegðun.
Við vissum ekki ... og enn mætti áfram telja ....
Sumt af þessu er reyndar engin nýlunda frá því sem tíðkaðist hjá Biden/ Blinken.
Við vissum að þeir studdu þjóðarmorðið á Gaza með ráðum og dáð.
Við vissum að þeir lögðu stein í götu Alþjóðaglæpadómstólsins, neituðu að viðurkenna hann nema það hentaði þeim sérstaklega.
Við vissum að þeir ráku pyntinga-fangelsi sem þeir héldu utan lögsögu BNA; hinar illræmdu Guantanamó pyntingabúðir – sem enn eru starfandi - voru ekki eina pyntingafangelsið á vegum BNA.
Við vissum að sjaldan í sögu mannkynsins hefur verið unnið að eins mikilli hervæðingu í heiminum og undir þeirra stjórn.
Við vissum að með þeirra samþykki hvatti hermálaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon, til þess að herskyldualdur yrði lækkaður í Úkraínu þegar ljóst var orðið að «byssufóður» skorti á víglínum.
Við vissum um ólöglegar efnahagsþvinganir BNA gegn ríkjum sem ekki þóknuðust þeim og að þeir fengju fylgiríki sín jafnan umræðulaust, þar á meðal Ísland, til stuðnings við slíkt ráðslag.
Við vissum um markvissar áætlanir í Washington í stjórnartíð þeirra um hernaðarleg og efnahagsleg hryðjuverk gagnvert ríkjum sem ekki fylgdu skipunum frá Washington.
Við vissum um spillingu bandarískra valdamanna í skjóli hernaðarlegra yfirburða BNA, þar á meðal í Úkraínu.
Við vissum að fréttamönnum með óþægilegar skoðanir var meinaður aðgangur að fréttamannafundum Bidens/Blinkens.
Það sem kom á óvart í BNA var
- að nú yrði það sagt opinberlega sem aðrir höfðu tíðkað í laumi.
- að nú yrði talað opinskátt um spillingu innan hergagnaiðnaðarins og innan bandarísku leyniþjónustunnar, CIA.
- að andlýðræðisleg vinnubrögð stjórnvalda í Evrópu yrðu afhjúpuð og gagnrýnd, sbr. ræðu Vance, varaforseta BNA, í München: https://www.youtube.com/live/18okhV3V55I
- hve hratt yrði farið í að knýja á um stríðslok í Úkraínu.
En svo er það Evrópa
með sinn undirlægjuhátt, valdstjórn og hjarðhugsun – nokkur sláandi atriði til umhugsunar
Norskur framkvæmdastjóri NATÓ, Jens Stoltenberg, hlýtur að hafa slegið met í undirlægjuhætti þegar hann sagði í ræðu hjá Heritage sofuninni í Washington í janúar 2024 að hervæðing í Evrópu gæfi gott í aðra hönd fyrir bandaríska hergagnaframleiðendur. https://www.ogmundur.is/is/greinar/norskur-krati-bugtar-sig-i-washington
Í Bretlandi, Þýskalandi og víðar á meginlandi Evrópu tíðkast í vaxandi mæli fangelsanir, bönn við fundahöldum og aðrar takmarkanir á frelsi þeirra sem gagnrýna umdeilda utanríkisstefnu BNA og fylgiríkja þeirra í NATÓ.
Hvatningu til hervæðingar er umyrðalaust vel tekið og víðast hvar kynt undir óvild og hræðslu í garð óvina sem BNA og NATÓ skilgreina sem slíka.
Umræður um hve þrengt er að lýðræðinu í sívaxandi mæli eru nánast engar, hvort sem um er að ræða ritskoðun á netinu eða með beinum takmarkandi aðgerðum stjórnvalda. Dæmi um þetta er þegar dómstóll í Rúmeníu dæmdi í lok síðasta árs forsetakosningar þar í landi ólöglegar þegar frambjóðandi, gagnrýninn á NATÓ, hlaut flest atkvæði í fyrri umferð þeirra. Dómstóllinn sagði að rússneskur áróður hefði haft áhrif á kjósendur. Þess vegna væri ekki mark á takandi á kosningunum og þær að engu hafðar.
En vissum við hve sefasjúkir ráðamenn í NATÓ eru orðnir?
Þegar Bandaríkjamenn lýsa því yfir á «öryggismálaráðstefnu « í München í Þýskalandi að nú beri að ljúka Úkraínustríðinu var grátið uppi á sviði og síðan reynt með faðmlagi og huggunarorðum að sefa sorg þeirra sem líta frið sem alvarlegustu ógnina.
Mörgum hefur án efa orðið illt við að verða vitni að þessari sefasýki og þá ekki síður af því að sjá allt þetta vel haldna og stífpressaða fólk - fjarri vígslóð - hryggjast yfir því að ljúka eigi mannskæðri styrjöld sem fyrst og hætta mannfórnum sem stýrt hefur verið úr sófasettum í Bandaríkjunum og NATÓ-ríkjum Evrópu.
Nú er komið að því að segja nei við hernaðarstefnu - já við friðarstefnu.
Alltof margir bregðast þannig við afstöðu nýrrar Bandaríkjastjórnar að nú sé komið að því að Evrópa sjái um sig sjálf og þá eigin varnir einnig; vilja fyrir bragðið efla evrópska heri. Fyrri hlutinn er ágætur – að segja upp sambandinu við BNA - árásargjarnasta ríki heimsins - en síðari hlutinn er afleitur. Við eigum að neita að borga til hermála og taka upp friðarþráðinn sem einn getur skapað okkur öryggi.
English translation:
WE KNEW A LOT ABOUT TRUMP BUT LESS ABOUT HOW HYSTERICAL EUROPE HAS BECOME
Although we thought we knew a lot about Trump, we didn't know everything.
We didn't know how fascist he would be towards various minority groups who need social support.
We didn't know how aggressive his assault would be on public infrastructure employees - where all are fired and then” yes-men” re-hired.
We didn't know for real how fascist his approach would be towards immigrants.
We didn't know how far the new President would go in persecuting the media and others who do not obediently follow his directives, for example refusing to call the Gulf of Mexico, the Gulf of America, to mention only one small example.
We didn't know how far the new President would go to undermine, if not destroy, international institutions such as the International Criminal Court and various UN agencies.
We didn’t know the extremes to which he would take US policy based on the idea that international relations should be decided by home-made rules rather than international law.
We didn’t know how overtly brutal the new President would be in his statements on Gaza.
We didn’t know that he would openly declare his ambitions that Greenland, Canada and Panama should come under US jurisdiction.
We didn’t know that he would say out loud that the Ukranians would only get weapons if they handed over their resources to the US.
We did not know to what extent the new President would make a point of humiliating people, friend and foe alike, thus normalising indecensy.
Some of this is indeed no different to what Biden /Blinken have been up to.
We knew that they supported the genocide in Gaza in word and deed.
We knew that they blocked the International Criminal Court, refused to recognize it unless it suited them specifically.
We knew that they ran torture camps outside US jurisdiction; the infamous Guantanamo Bay torture camp – which is still in operation – was not the only torture prison of this kind.
We knew that rarely in the history of mankind has there been such a great militarization of the world as under their rule.
We knew that with their consent, the Pentagon urged that conscription age be lowered in Ukraine when it became clear that there was a shortage of “gun fodder” in the front line of the war.
We knew about the illegal economic sanctions the US imposed on countries that did not obey Washinton and that they always got their allies, including Iceland, to support such measures without discussion.
We knew about how corporations and high-ranking US citizens have been able to use military and economic dependency for corporate and private gain, including in Ukraine.
We knew that journalsts who asked „unacceptable“ questions were denied access to press meetings held by Biden/Blinken.
What came as a surprise in the US was
- that now it would be said publicly what others have practised in secret.
- that corruption within the arms industry and the American secret service, the CIA, would now be openly criticised.
- that European authoritarianism would be openly talked about and criticized as US Vice President Vance did in München: https://www.youtube.com/live/18okhV3V55I
- how quickly efforts would be made to finish the Ukranian war.
And then it is Europe with its subservience, authoritarianism and herd mentality
The Norwegian Secretary General of NATO, Jens Stoltenberg, must have set a record for subservience when he said in a speech at the Heritage Foundation in Washington on Jan. 31st 2024 that militarization in Europe would be good for the US military industrial complex. (“... NATO creates a market for defence sales. Over the last two years, NATO Allies have agreed to purchase 120 billion dollars’ worth of weapons from U.S. defence companies. Including thousands of missiles to the U.K, Finland and Lithuania, Hundreds of Abrams tanks to Poland and Romania, And hundreds of F-35 aircraft across many European Allied nations – a total of 600 by 2030. From Arizona to Virginia, Florida to Washington state, American jobs depend on American sales to defence markets in Europe and Canada. What you produce keeps people safe. What Allies buy keeps American businesses strong. So NATO is a good deal for the United States...”)
In Britain, Germany and elsewhere on the European continent, imprisonment, bans on meetings and other restrictions on the freedom of those who criticize the controversial foreign policy of the U.S. and its NATO allies are on the increse.
Encouragement to militarize is welcomed and in most NATO counties hostility and fear is fomented towards enemies defined by the US and NATO as such.
Hardly any discussion in parliaments and main-stream media is to be seen or heard about the extent to which democracy is becoming increasingly restricted, whether through online censorship or through direct government measures. An example of this is when a court in Romania recently declared the Romanian presidential election illegal when a candidate critical of NATO won in the first round of the election. The court said that Russian propaganda had influenced the voters hence the result of the vote was declared void!
Hysterical reactions by the political leadership in European NATO countries.
When the Americans declared at a «security conference» in Munich, Germany, that the war in Ukraine must now come to an end, there were tears and then public embrace to console the breaved.
No doubt many were sickened by this public show of grief by an elite far removed from a lethal war; lamenting that the human sacrifice might be coming to an end; a sacrifice demanded and directed from the safe and comfortable seats of power.
Now is the time to say no to militarism - yes to a policy of peace.
Far too many Europeans are reacting to the position of the new US administration by declaring that it is now time to severe the close links with the US and that Europe should take care of itself and its own defense. The first part is good – ending our relationship with the US, the most aggressive country in the world, but the second part is wrong.
We should now refuse to pay for military spending and take up the peace thread that alone can create security.
----------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/