Vörukynninig Samlífs
Merkileg frétt var í Sjónvarpinu í gærkvöldi: Fram kom að meira en helmingur Íslendinga á aldrinum 16 til 75 ára hefur keypt líftryggingu og um 40% eru sjúkdómatryggðir. Í fréttinni var tekið fram að hver tryggingarþegi er metinn sérstaklega og þá horft til sjúkdómssögu viðkomandi Allt er þetta rakið og í framhaldinu segir fréttamaður við markaðsstjóra Samlífs að augljóst sé að ekki allir geti fengið sér líftryggingu hjá fyrirtækinu. "Nei", segir markaðsstjórinn, "það er rétt. Það er ákveðið skilyrði fyrir því og það er metið í hvert skipti hjá félaginu. Engu að síður eru velflestir sem geta nálgast þessa vöru og nýtt sér hana."
Þeir sem ekki geta nálgast "vöruna" eru væntanlega hinir sömu og undanskildir voru í Sumargjöf Samlífs vorið 2002. Sá hængur er á að þeim sem meinað er að "neyta vörunnar" eru fyrst og fremst þeir sem mest þyrftu á henni að halda. Um Sumargjöf Samlífs var sértaklega fjallað í Morgunblaðsgrein sem einnig birtist hér á síðunni.ina. Hún er aðgengileg á þessari netslóð: https://www.ogmundur.is/is/greinar/sumargjof-samlifs