Fara í efni

WIKILEAKS VANN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 29/30.06.24.
Julian Assange stofnandi Wikileaks-fréttaveitunnar er frjáls maður. Undanfarin fimm ár hefur hann setið í Belmarsh-fangelsinu í London án dóms og laga á meðan tekist var á um það hvort fara skyldi að kröfu Bandaríkjastjórnar um framsal til Bandaríkjanna. Þar yrði hann látinn svara til saka fyrir að koma á framfæri upplýsingum um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra, og ef fundinn sekur hefði það getað þýtt fangelsisdóm upp á hundrað sjötíu og fimm ár.

Enda þótt tekist væri á um framsalsmálið í dómsölum mátti augljóst vera að það væri pólitískt fremur en lagalegs eðlis. Sýna þyrfti fjölmiðlafólki fram á að fréttir af stríðsglæpum „okkar manna“ væru saknæmar og leiddu til þungra dóma. „Íslandsvinurinn“ Pompeo, fyrrum yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, og síðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Wikileaks væri „fjandsamleg njósnastofnun“ og væri það forgangsmál að koma henni fyrir kattarnef.

Margir helstu fjölmiðlar í okkar heimshluta hafa verið furðu leiðitamir stjórnvöldum, til dæmis látið ummæli eins og þessi óátalin. Vandi þessara fylgispöku fjölmiðla og fáorðu um hlutskipti Julian Assange, allt frá því hann leitaði hælis í sendiráði Ekvador í London árið 2012, hefur verið sá, að forboðnu fréttirnar frá Wikileaks höfðu þeir sjálfir birt. Samsekt væri því augljós ef menn á annað borð vildu líta á það sem sekt að upplýsa um glæpi og mannréttindabrot.

En aftur að framvindu málsins. Það reyndist ekki þrautalaust fyrir bresku lögregluna að ná Julian Assange úr sendiráði Ekvador og koma honum í breskt fangelsi. Það tókst ekki fyrr en eftir stjórnarskipti í Ekvador og eftir að svo heppilega hafði viljað til að landinu hafði boðist sérstök fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Við það liðkaðist samvinnan um að hafa Julian Assange undir.

Í Bandaríkjunum átti Assange fáa vini. Pompeo lýsti hug Repúblikanaflokksins sem áður segir og demókratar fyrirgáfu ekki glatt birtingu Hillary bréfanna svonefndu sem lýstu inn í myrkan hugarheim Hillary Clinton, utanríkisráðherra og síðar forsetaframbjóðanda, í tengslum við árásirnar á Líbíu, svindl í hennar þágu í innbyrðis átökum Demókrataflokksins vegna framboðs Bernie Sanders og fleira.

Margt annað var fært í dagsljósið vegna fréttaflutnings Wikileaks fyrir og eftir fangelsun Julian Assange og eigum við fréttaveitunni það að þakka að við fengum vitneskju um fjölmargt sem hljótt átti að fara, mengunarglæpi vestrænna fyrirtækja í Afríku og Asíu, alþjóðlega viðskiptasamninga sem Bandaríkin og Evrópusambandið vildu að færu leynt, sjónarspilið í Sýrlandi 2018 þegar sett var á svið efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins til að réttlæta enn eina árás NATÓ ríkja á landið, Samherjaskjölin sem frægt var og margt fleira mætti telja til.

Allt þetta olli því að innan NATO fjölskyldunnar var fátt um vini. Þannig tóku Svíar, sem þegar stóðu í anddyri hernaðarbandalagsins og löngu hættir að reyna að vera óháð ríki, þátt í því að spinna lygavef um meint nauðgunarmál í Svíþjóð og krefjast framsals Assange til Svíþjóðar þótt eiginleg ákæra kæmi aldrei fram þar i landi. Lögfræðingar Assange sem stöðugt voru á varðbergi gagnvart framsali vildu hins vegar að saksóknarar kæmu frá Svíþjóð til Englands svo að yfirheyrslur gætu farið fram þar sem Julian Assange væri niður kominn. Það var þegar þessu var hafnað sem Assange leitaði ásjár hjá sendiráði Ekvador. Síðar kom fram að ríkissaksóknari Bretlands hafði tekið beinan þátt í aðförinni að Julian Assange, meðal annars lagst gegn því að Svíar yrðu við óskum Assange um að yfirheyrslur færu fram í Bretlandi. Ríkissaksóknarinn á þessum tíma var Keir Starmer, sami maður og nú er formaður breska Verkamannaflokksins og sennilega verðandi forsætisráðherra Bretlands.

Sjálfur kynntist ég vinnubrögðum bandarísku leyniþjónustunnar i þessu máli þegar hingað til lands kom heil tylft saksóknara til að fá íslensk stjórnvöld til að aðstoða við að búa til ákæru á hendur Assange. Þetta var sumarið 2011 og var ég þá innanríkisráðherra. Ég var ekki á því að taka þátt í slíkri svívirðu og varð það mikið móðgunarefni. Eftirmenn mínir í starfi reyndu löngu síðar að bæta fyrir þessar misgjörðir af Íslands hálfu með því að veita bandarísku leyniþjónustunni aðstoð þegar fulltrúar hennar komu í svipuðum erindagjörðum vorið 2019. Var það látið heita svo að um væri að ræða eðlilega lögreglusamvinnu.

Staðreyndin er hins vegar sú að aldrei hefur verið neitt sem kalla má „eðlilegt“ við þetta mál. Þetta var ofbeldi ætlað til viðvörunar öllum þeim sem voguðu sér að upplýsa um glæpi sem framdir væru í nafni „vestrænna gilda“.

En slík var mótmælaaldan sem reis í heiminum Julian Assange og Wikileaks til varnar að ógerlegt reyndist að halda málinu til streitu. „Játning“ hans nú er sú ein að hafa birt gögn sem áttu að fara leynt, nokkuð sem Assange hefur aldrei neitað að hafa gert enda alltaf sagt að stríðsglæpir eigi ekki að fara leynt. Bandaríkjamenn höfðu með öðrum orðum ekki sitt fram og því til staðfestingar er að Julian Assange er laus úr haldi.

Vonandi á Wikileaks eftir að dafna á komandi árum eins og fréttaveitan hefur gert undir styrkri stjórn Íslendingsins Kristins Hrafnssonar. Ástæða er til að óska honum til hamingju með árangur erfiðis síns, svo og að sjálfsögðu Julian Assange og fjölskyldu hans sem hafa þurft að þola ofsóknir og ranglæti í hálfan annan áratug.
En nú er ástæða til að fagna enda var það Wikileaks sem vann.

---------------------------------
Greinin í enskri þýðingu:

Published in Morgunbladid's weekend paper 29/30.06.24.
Wikileaks founder Julian Assange is a free man. For the past five years, he has been held in Belmarsh Prison in London without trial or conviction while it was decided whether to comply with the US government's request for extradition to the United States. There he would be put on trial for passing on information about war crimes by the Americans and their allies, and if found guilty could have faced a prison sentence of up to one hundred and seventy-five years.

Even if the extradition issue was dealt with in courtrooms, it was obvious that it was political rather than legal in nature. It had to be shown to the media that news of war crimes committed by "our men" were culpable and led to heavy sentences. Pompeo, the former head of the CIA, the US secret service, and later the US Secretary of State, said that Wikileaks was a "hostile intelligence agency" and that it was a priority to take it down.

Many major media outlets in our part of the world have been surprisingly subservient to governmental authority, for example leaving comments like this unaddressed. The problem faced by these media which had been uncritical, if not quiet, when it came to the fate of Julian Assange, ever since he sought asylum in the embassy of Ecuador in London in 2012, was that they themselves had published the forbidden news provided by Wikileaks. Complicity would therefore be obvious if people at all wanted to see it as a crime to inform about the human rights violations revealed by Wikileaks.

But back to the progress of the case. It was not easy for the British police to get Julian Assange handed over from the Ecuadorian embassy and have him brought to a British prison. This only happened after a change in government had taken place in Ecuador and after the country had, as if by chance, been secured a favourable facility by the International Monetary Fund. That in turn proved conducive to cooperation on having Julian Assange handed over.

In the United States, Assange had few friends. Pompeo expressed the mind of the Republican Party as mentioned above, and the Democrats did not happily forgive the publication of the so-called Hillary letters, which delved into the darker side of Hillary Clinton, Secretary of State and later presidential candidate, in connection with the attacks on Libya, cheating in her favour in the internal conflicts of the Democratic Party over the candidacy of Bernie Sanders and other issues.

Many other things were brought to light due to WikiLeaks' reporting before and after the imprisonment of Julian Assange, and we owe it to the news source that we learned about many things that otherwise would have gone unnoticed , pollution crimes by Western companies in Africa and Asia, international trade agreements that the United States and the European Union wanted to go covert, the spectacle in Syria 2018 when a chemical attack by the Syrian regime was staged to justify yet another attack by NATO countries on the country, the notorious Samherji papers and many more could be counted.

All this meant that there were few friends within the NATO family. In this way, the Swedes, who were already in the lobby of the military alliance and had long ago abandoned its role as a non-aligned and truly independent state, took part in spinning a web of lies about the alleged rape case in Sweden and demanded Assange's extradition to Sweden, even though no actual charges were ever made in that country. Assange's lawyers, who were constantly wary of extradition, however, wanted prosecutors to come from Sweden to England so that interrogations could take place where Julian Assange was situated. It was when this was rejected that Assange sought asylum at the Ecuadorian embassy. It was later revealed that the UK's public prosecutor had taken a direct part in this affair, among other things opposing Sweden accepting Assange's wishes for the interrogation to take place in the UK. The Attorney General at that time was Keir Starmer, the same man who is now the leader of the British Labor Party and probably the future Prime Minister of Great Britain.

I myself became familiar with the working methods of the American secret service in this case, when a dozen prosecutors came to this country to get the Icelandic government to help prepare an indictment against Assange. It was the summer of 2011 and I was then the Minister of the Interior. I was not about to take part in such infamy and it became a matter of great insult. My successors tried much later to make amends for these wrongdoings on the part of Iceland by providing assistance to US intelligence when its representatives came on a similar mission in the spring of 2019. It was said that this was normal police cooperation.

The fact is, however, that there has never been anything that can be called "normal" about this case which all along was meant to be a warning to all those who dared to reveal crimes committed in the name of "Western values".

But such was the wave of protest that arose in the world in defence of Julian Assange and Wikileaks that it proved impossible to keep the case going. His "confession" now is to have published data that was meant to be kept secret, something that Assange has never denied having done, having always said that war crimes should not be kept secret. In other words, the Americans didn't have their say, and that is confirmed by the fact that Julian Assange is free.

Hopefully, Wikileaks will prosper in the coming years, as it has done under the management of Icelander Kristinn Hrafnsson. There is reason to congratulate him on the success of his efforts, as well as of course, Julian Assange and his family who have had to endure persecution and injustice for a decade and a half.
But now there is reason to celebrate because it was Wikileaks that won.

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.