YNDISLEG STUND Í HÓLADÓMKIRKJU
Eins og ég vék að á heimasíðu minni í gær stóð til að sækja tónleika þeirra Hlínar Pétursdóttur Behrens, söngkonu, og Ögmundar Þórs Jóhannessonar, gítarleikara, í Hóladómkirkju í gær. Það gekk eftir og gott betur því einnig var sótt messa hjá vígslubiskupi, Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, og inn á milli var boðið upp á messukaffi af bestu gerð. Allt var í þetta í boði Hóladómkirkju og Guðbrandsstofnunar og í gæðaflokki eftir því.
Tónleikarnir voru að mörgu leyti sérstakir og verða eftirminnilegir, lagavalið, fjölbreytt og skemmtilegt, söngurinn afbragðsgóður og gítarleikurinn að sama skapi.
Næstu tónleikar þeirra Hlínar og Ögmundar Þórs verða í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði, 7. ágúst, klukkan 20:30 og í Sigurjónssafni í Reykjavík verða tónleikar 13. ágúst á sama tíma.
Þau sem eiga kost á að sækja þessa tónleika hafa hér með mín meðmæli.
Sjá nánar:
https://www.facebook.com/events/401501720453440/
https://www.facebook.com/events/457126318460906/