Fara í efni

KJÓSUM UM NATÓ

nato animate
nato animate


Merkilegt hve fastir menn geta orðið í gömlum hjólförum. Þannig eru þeir til - ekki veit ég hve margir -  sem telja að aðild að NATÓ sé allra meina bót og tryggi öryggi Íslands öllu öðru fremur. Þannig hefur það komið mér svolítið á óvart hve langt núverandi ríkisstjórn, með utanríkisráherra frá Samfylkingu, hefur gengið í stuðningi sínum við NATÓ. https://www.ogmundur.is/is/greinar/thegar-byssurnar-eru-thagnadar
Ég hef á undanförnum árum reynt að færa rök fyrir því að NATÓ sé varasamari félagsskapur nú en nokkru sinni;  að ástæða sé fyrir allt það fólk sem fram til þessa hafi stutt aðild okkar að þessu hernaðarbandalagi endurskoða afstöðu sína. Nýlega vék ég t.d. að þessu í viðtali við Morgunblaðið, sbr. https://www.ogmundur.is/is/greinar/gudinn-heitir-graedgi
Nú er blessunarlega mikið rætt um mikilvægi lýðræðisins.  Þannig eigi að láta þjóðina skera úr um það í atkvæðagreiðslu hvort halda skuli með Ísland inn í Evrópusambandið eða standa utan þess. Ég er andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu og hefði reyndar aldrei viljað að við undirgengjumst EES skilmálana á sínum tíma. Á hinn bóginn tel ég einu réttu leiðina til að útkljá deilumál af þessari stærðargráðu vera þá að skjóta þeim undir þjóðaratkvæði. Hvers vegna ekki aðildina ð NATÓ? Mér finnst liggja í augum uppi að það beri að gera. Og því fyrr því betra.
Um þetta hef ég skrifað fjölda greina og pistla. Eftirfarandi eru dæmi þar um:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/leitad-asjar-hja-stridsglaepamonnum
https://www.ogmundur.is/is/greinar/nato-i-nyrri-heimsmynd
https://www.ogmundur.is/is/greinar/en-hvad-finnst-hofundi-reykjavikurbrefs-um-thennan-mann