HAFA SKAL ÞAÐ SEM SANNARA REYNIST
Á Alþingi í gær var á meðal annars rætt um frumvarp Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sem gengur út á að heimila Jafnréttisstofu aðgang að launum á vinnustöðum, jafnt einkareknum sem opinberum. Þetta er hugsað sem tæki í jafnréttisbaráttunni; tæki til að leiðrétta launamun kynjanna enda mál manna, að í skjóli launaleyndar þrífist hvers kyns misrétti. Á meðal þeirra sem tóku þátt í þessari umræðu var
Eftirfarandi er að finna í skýrslu Félagsvísindastofnunar, sem unnin var af Kristjönu Stellu Blöndal og Ævari Þórólfssyni fyrir Reykjavíkurborg og birtist í maí árið 2002 undir heitinu, Samanburður á launum karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg : "...Meginniðurstöður þessa samanburðar voru þær að kynbundinn launamunur á heildargreiðslum að teknu tilliti til starfs, vinnutíma, aldurs og starfsaldurs fyrir laun ’95 hafði minnkað árið 2001 samanborið við 1995. Árið 1995 voru konur með 21% lægri heildargreiðslur en karlar en 15% árið 2001 að teknu tilliti til framangreindra þátta. Auk þess kom fram árið 1995 voru konur með að jafnaði um 14% lægri heildargreiðslur en karlar en kynbundinn munur var um 7% árið 2001 að teknu tilliti til starfs, aldurs, starfsaldurs fyrir laun ’95, vinnutíma, málaflokks og hlutfalls karla í stéttarfélagi."
Í umræðunni á Alþingi vísaði ég í umfjöllun tímaritsins Veru um þetta efni en ég fjallaði nokkuð um hana hér á síðunni, sbr. HÉR.
Hér er meira úr skýrslu Félagsvísindastofnunar
Samspil áhrifaþátta á heildargreiðslur 1995 og 2001
Í þessum kafla er kynntur samanburður á kynbundnum launamun í október 1995 og 2001 með tilliti til áhrifaþátta á heildargreiðslur. Bæði í greiningunni á áhrifaþáttum á laun 2001 og fyrri greiningu á launum 1995 var tekið tillit til málaflokks, aldurs og hlutfalls karla í stéttarfélagi á nákvæmlega sama hátt. Til að athuga mun á heildargreiðslum eftir starfi var starfsgreinum raðað eftir meðaldagvinnulaunum fólks í fullu starfi í báðum könnunum (sjá umfjöllun um aðhvarfsgreiningu í kafla II. Aðferð). Störf röðuðust ekki fyllilega á sama hátt í greiningunum tveimur. Markmiðið hér er þó fyrst og fremst að kanna kynbundinn launamun að teknu tilliti til starfs og því kemur þetta ekki að sök. Að tvennu leyti eru greiningarnar þó ólíkar. Í þeirri fyrri er tekið tillit til áhrifa starfsaldurs en þar sem breyting hefur orðið á launasamningum að því leyti að lífaldur er hafður til viðmiðunar en ekki starfsaldur var miðað við lífaldur í greiningunni 2001. Að auki var notaður heildarvinnutími í fyrri greiningunni en fjöldi yfirvinnustunda í þeirri seinni.
Niðurstöður aðhvarfsgreiningar á kynbundnum mun á heildargreiðslum árin 1995 og 2001 má sjá í töflu 51. Í 1. líkani kemur fram að árið 1995 voru konur að jafnaði með 34%[1] lægri heildargreiðslur en karlar en árið 2001 var munurinn meiri eða 40%[2]. Að teknu tilliti til starfs var kynbundinn munur ennþá minni árið 1995 samanborið við 2001 og voru konur árið 1995 að meðaltali með 27%[3] lægri heildargreiðslur en karlar en 33%[4] lægri árið 2001 (sjá 2. líkan). Í 3. líkani var tekið tillit til starfs, aldurs og starfsaldurs fyrir ’95 gögnin. Kynbundinn launamunur breyttist lítið við það bæði árin, var 26%[5] árið 1995 og 32%[6] 2001. Eftir að áhrifum vinnutíma[7] var bætt inn í myndina minnkaði kynbundinn munur á heildargreiðslum mikið bæði árin, en þó meira árið 2001 (sjá 4. líkan). Reyndist kynbundinn munur mun minni árið 2001, eða 15%[8], samanborið við 21%[9] 1995. Líklega má rekja það að hluta til þess að meðal fólks í fullu starfi hafði hlutfall yfirvinnugreiðslna kvenna af greiðslum karla lækkað tölvert (um 13 til 15 prósentustig) árið 2001 miðað við 1995.
Tafla 51. Aðhvarfsgreining á forspárgildi kyns, starfs, aldurs, málaflokks og hlutfalls karla í stéttarfélagi um heildargreiðslur (log) fólks í fullu starfi |
||||||||||||
Aðhvarfsstuðlar (B) og marktekt Október 2001 |
||||||||||||
|
1. líkan |
2. líkan |
3. líkan |
4. líkan |
5. líkan |
6. líkan |
||||||
Kyn |
-0,504 |
*** |
-0,404 |
*** |
-0,386 |
*** |
-0,165 |
*** |
-0,111 |
*** |
-0,072 |
*** |
Sérfræðingar |
|
|
-0,059 |
** |
-0,041 |
* |
0,043 |
** |
0,034 |
** |
0,021 |
óm |
Stjórnendur |
0,326 |
*** |
0,296 |
*** |
0,297 |
*** |
0,310 |
*** |
0,315 |
*** |
||
Sérmennt. og iðnm. |
0,141 |
*** |
0,141 |
*** |
0,113 |
*** |
0,148 |
*** |
0,123 |
*** |
||
Skrifstofufólk |
0,246 |
*** |
0,197 |
*** |
0,160 |
*** |
0,099 |
*** |
0,130 |
*** |
||
Þjónstörf vs ósérh. |
-0,061 |
** |
-0,036 |
* |
0,009 |
óm |
0,052 |
óm |
0,0004 |
óm |
||
Aldur |
0,030 |
*** |
0,022 |
*** |
0,023 |
*** |
0,023 |
*** |
||||
Aldur í 2. veldi |
-0,0003 |
*** |
-0,0002 |
*** |
-0,0002 |
*** |
-0,0002 |
*** |
||||
Yfirvinnustundir |
0,007 |
*** |
0,006 |
*** |
0,006 |
*** |
||||||
Málaflokkur |
-0,111 |
*** |
-0,066 |
*** |
||||||||
Hlutf. karla í stéttarf. |
0,002 |
*** |
||||||||||
12,49 |
12,20 |
*** |
11,51 |
*** |
11,33 |
*** |
11,34 |
*** |
11,29 |
*** |
||
Leiðrétt R2 |
0,31 |
*** |
0,67 |
*** |
0,70 |
*** |
0,86 |
*** |
0,87 |
*** |
0,88 |
*** |
Fjöldi |
2330 |
2330 |
2330 |
2330 |
2330 |
2330 |
||||||
Október 1995 |
||||||||||||
|
1. líkan |
2. líkan |
3. líkan |
4. líkan |
5. líkan |
6. líkan |
||||||
Kyn |
-0,410 |
*** |
-0,318 |
*** |
-0,295 |
*** |
-0,237 |
*** |
-0,175 |
*** |
-0,155 |
*** |
Stjórnendur |
0,032 |
óm |
0,006 |
óm |
-0,025 |
óm |
-0,002 |
óm |
0,006 |
óm |
||
Sérfræðingar |
0,231 |
*** |
0,209 |
*** |
0,353 |
*** |
0,379 |
*** |
0,381 |
*** |
||
Iðnaðarmenn |
-0,079 |
* |
-0,071 |
* |
-0,188 |
*** |
-0,163 |
*** |
-0,188 |
*** |
||
Skrifstofufólk |
0,127 |
*** |
0,126 |
*** |
0,122 |
*** |
0,076 |
** |
0,084 |
** |
||
Sérmenntaðir |
0,209 |
*** |
0,179 |
*** |
0,197 |
*** |
0,224 |
*** |
0,240 |
*** |
||
Ósérhæfðir |
-0,080 |
** |
-0,060 |
* |
-0,020 |
óm |
-0,025 |
óm |
-0,022 |
óm |
||
Véla- og vélg.fólk |
0,168 |
*** |
0,162 |
*** |
0,089 |
** |
0,008 |
óm |
-0,011 |
óm |
||
Starfsaldur |
0,009 |
*** |
0,007 |
** |
0,006 |
** |
0,006 |
** |
||||
Starfsaldur í 2. veldi |
-0,0001 |
óm |
-0,0001 |
óm |
-0,00004 |
óm |
0,0000 |
óm |
||||
Aldur |
0,028 |
*** |
0,026 |
*** |
0,028 |
*** |
0,029 |
*** |
||||
Aldur í 2. veldi |
-0,0003 |
*** |
-0,0003 |
*** |
-0,0003 |
*** |
-0,0003 |
*** |
||||
Heildarvinnutími |
0,0005 |
*** |
0,0005 |
*** |
0,0004 |
*** |
||||||
Málaflokkur |
-0,152 |
*** |
-0,136 |
*** |
||||||||
Hlutf. karla í stéttarf. |
0,001 |
óm |
||||||||||
Fasti |
12,30 |
*** |
11,92 |
*** |
11,19 |
*** |
11,03 |
*** |
11,03 |
*** |
10,97 |
*** |
Leiðrétt R2 |
0,29 |
*** |
0,55 |
*** |
0,59 |
*** |
0,65 |
*** |
0,66 |
*** |
0,66 |
*** |
Fjöldi |
1844 |
1844 |
1844 |
1844 |
1844 |
1844 |
óm Ómarktækt miðað við 5% öryggismörk
* Marktækt miðað við 5% öryggismörk
** Marktækt miðað við 1% öryggismörk
*** Marktækt miðað við 0,1% öryggismörk
Í 5. líkaninu voru könnuð áhrif málaflokks á heildargreiðslur og minnkaði kynbundinn launamunur í 11%[10] árið 2001 og 16%[11] árið 1995. Í 6. og síðasta líkaninu voru að auki könnuð áhrif hlutfalls karla í stéttarfélagi og var kynbundinn munur þá 7%[12] árið 2001 en 14%[13] árið 1995.
Meginniðurstöður þessa samanburðar voru þær að kynbundinn launamunur á heildargreiðslum að teknu tilliti til starfs, vinnutíma, aldurs og starfsaldurs fyrir laun ’95 hafði minnkað árið 2001 samanborið við 1995. Árið 1995 voru konur með 21% lægri heildargreiðslur en karlar en 15% árið 2001 að teknu tilliti til framangreindra þátta. Auk þess kom fram árið 1995 voru konur með að jafnaði um 14% lægri heildargreiðslur en karlar en kynbundinn munur var um 7% árið 2001 að teknu tilliti til starfs, aldurs, starfsaldurs fyrir laun ’95, vinnutíma, málaflokks og hlutfalls karla í stéttarfélagi.
[1] Hlutfallsmunur=(e-0,41-1)*100=-33,7.
[2] Hlutfallsmunur=(e-0,5-1)*100=-39,6.
[3] Hlutfallsmunur=(e-0,32-1)*100=-27,2.
[4] Hlutfallsmunur=(e-0,4-1)*100=-33,3.
[5] Hlutfallsmunur=(e-0,30-1)*100=-25,6.
[6] Hlutfallsmunur=(e-0,39-1)*100=-32,1.
[7] Heildarvinnutími var notaður 1995 en yfirvinnustundir 2001.
[8] Hlutfallsmunur=(e-0,17-1)*100=-15,2.
[9] Hlutfallsmunur=(e-0,24-1)*100=-21,1.
[10] Hlutfallsmunur=(e-0,11-1)*100=-10,5.
[11] Hlutfallsmunur=(e-0,18-1)*100=-16,1.
[12] Hlutfallsmunur=(e-0,072-1)*100=-6,9.
[13] Hlutfallsmunur=(e-0,155-1)*100=-14,4.