Fara í efni

HUGSJÓNA- OG HAGSMUNAMENN

Sæll Ögmundur.
Fyrir ekki löngu, nánar tiltekið fyrir tíu dögum, velti ég því fyrir mér hvort félagsmálaráðherrann og Samfylkingin væri að klofna í hugsjónamenn og hagsmunamenn. Í síðari hópnum væru til dæmis menn sem vildu gera Yngva Örn Kristinsson að forstjóra Húsnæðisstofnunar, Runólf Ágústsson að umboðsmanni skuldara og fyrrum stjórnarmann í FME og Seðlabanka að nýjum viðskiptaráðherra. Þetta er nú byrjað að ganga upp. Umboðsmaður skuldara er fundinn. Hann fannst í sérverkefnum hjá félagsmálaráðuneytinu og Vinnumiðlunarstofnun, sjálfsagt vel að embættinu kominn.
Kv.
Jóna Guðrún
https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/samfylkingin-ad-klofna