TISA Á ÞINGI, Í FJÖLMIÐLUM OG NORRÆNA HÚSINU
Sem betur fer virðist fólk vera að vakna til vitundar um hve mikilvægt er að fylgjast með TiSA viðræðunum og aðkomu Íslands að þeim.
Ég hef ítrekað tekið TiSA upp á Alþingi frá því að viðræðurnar hófust formlega sumarið 2013. Þá hef ég á þingi fjallað um forvera þessara alþjóðlegu viðskiptasamninga, sem Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, telur vera hefðbundna samninga sem óþarfi sé að æsa sig yfir! Þetta kom m.a. fram í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi á fimmtudag, sjá hér:
http://www.althingi.is/altext/145/02/l04110856.sgml
Sjá umfjöllun um TiSA þennan sama dag, annars vegar Í Bítið á Bylgjunni og hins vegar í Speglinum á RÚV
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP42979
http://ruv.is/frett/osamhljoda-fullyrdingar-um-tisa
Fyrir fáeinum dögum efndu stjórnmálasamtökin Dögun til opins fundar um TiSA í Norræna húsinu í Reykjavík en þar var á meðal ræðumanna Gunnar Skúli Ármannsson læknir, sem mikið hefur látið sig þessi mál varða, sbr. þennan síðasta pistil hans, http://blog.pressan.is/gunnarsa/2016/02/03/ad-fara-yfir-a-raudu/
Eiga bæði Gunnar Skúli Ármannsson og Dögun lof skilið fyrir framtak sitt.
Hér er slóð á fund Dögunar í Norræna húsinu: Hér er upptaka af fundinum: https://www.youtube.com/watch?v=sbGsGrjAZiE
Hér eru slóðir á hluta af skrifum mínum um TiSA en í þeim er að finna fleiri slóðir:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/er-morgunladid-eitt-um-ad-syna-tisa-ahuga
https://www.ogmundur.is/is/greinar/losun-i-paris-lokun-i-genf
Hér er slóð á þingmál um GATS samningana sem ég flutti í tvígang, fyrst 2003 en í greinargerð er að finna fróðlegar upplýsingar: http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=130&mnr=16