Fara í efni

TISA Á ÞINGI, Í FJÖLMIÐLUM OG NORRÆNA HÚSINU

ÖJ - TISA - 2
ÖJ - TISA - 2

Sem betur fer virðist fólk vera að vakna til vitundar um hve mikilvægt er að fylgjast með TiSA viðræðunum og aðkomu Íslands að þeim.

Ég hef ítrekað tekið TiSA upp á Alþingi frá því að viðræðurnar hófust formlega sumarið 2013. Þá hef ég á þingi fjallað um forvera þessara alþjóðlegu viðskiptasamninga, sem Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, telur vera hefðbundna samninga sem óþarfi sé að æsa sig yfir! Þetta kom m.a. fram í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi á fimmtudag, sjá hér:
http://www.althingi.is/altext/145/02/l04110856.sgml

Sjá umfjöllun um TiSA þennan sama dag, annars vegar Í Bítið á Bylgjunni og hins vegar í Speglinum á RÚV

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP42979

http://ruv.is/frett/osamhljoda-fullyrdingar-um-tisa

Fyrir fáeinum dögum efndu stjórnmálasamtökin Dögun til opins fundar um TiSA í Norræna húsinu í Reykjavík en þar var á meðal ræðumanna Gunnar Skúli Ármannsson læknir, sem mikið hefur látið sig þessi mál varða, sbr. þennan síðasta pistil hans, http://blog.pressan.is/gunnarsa/2016/02/03/ad-fara-yfir-a-raudu/

Eiga bæði Gunnar Skúli Ármannsson og Dögun lof skilið fyrir framtak sitt.
Hér er slóð á fund Dögunar í Norræna húsinu: Hér er upptaka af fundinum: https://www.youtube.com/watch?v=sbGsGrjAZiE

Hér eru slóðir á hluta af skrifum mínum um TiSA en í þeim er að finna fleiri slóðir:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/er-morgunladid-eitt-um-ad-syna-tisa-ahuga
https://www.ogmundur.is/is/greinar/losun-i-paris-lokun-i-genf

Hér er slóð á þingmál um GATS samningana sem ég flutti í tvígang, fyrst 2003 en í greinargerð er að finna fróðlegar upplýsingar: http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=130&mnr=16