Fara í efni

VALGERÐUR VILDI EINKAVÆÐA RAFORKUGEIRANN

Í morgun var viðtal við Valgerði Sverrsidóttur, varaformann Framsóknarflokksins í RÚV. Þar var komið víða við, m.a. fjallað um einkavæðingu raforkugeirans. Valgerður kvað þjóðina ekki á því máli að einkavæða hann, sjálf hefði hún “aldrei viljað það.” Hún hefði hins vegar einhvern tímann orðað það að lífeyrissjóðirnir kæmu hugsanlega að eignarhaldi á Landsvirkjun til að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins! Aðkoma lífeyrissjóðanna að Landsvirkjun til að styrkja “eiginfjárstöðuna” er kapituli út af fyrir sig, en látum hann liggja á milli hluta að sinni. (Viðtalið við VS í RÚV er hér.)
Nú vill svo til að þessar fullyrðingar Valgerðar Sverrisdóttur standast ekki. Hún flutti sjálf frumvarp um að gera Rafmagsnveitur ríkisins að hlutafélagi og lýsti því einnig yfir afdráttarlaust að áform væru uppi um einkavæðingu raforkugeirans. Á forsíðu Morgunblaðsins 18. febrúar 2005 staðfestir hún t.d. að áform væru um að opna eignarhaldið á Landsvirkjun: “"Það er búið að móta þá stefnu að til þess muni koma. Það er ekki okkar framtíðarsýn að ríkið eitt muni eiga þetta fyrirtæki til framtíðar."
Það er allt í góðu lagi að skipta um skoðun. Valgerður Sverrisdóttir virðist hafa gert það í þessu efni. Verra er að iðnaðarráðherra fyrrverandi skuli ekki vilja kannast við fyrri yfirlýsingar sínar og áherslur. Þetta er ekkert nýtt eins og sjá má í þeirri umfjöllun sem ég vísa hér til:
HÉR
HÉR
HÉR