Fara í efni

VELKOMINN Í HÓPINN EINAR ODDUR!

Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, hvatti til þess í fjölmiðlum í dag að ríkisstjórnin hætti við að sækjast eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd eins og unnið hefur verið að. Taldi Einar Oddur að um gæti verið að ræða tilkostnað sem næmi milljarði króna. Áður hafa svipuð viðhorf verið reifuð hér á síðunni, nú síðast 23. desember síðastliðinn. Þar eru tilgreindar nokkrar ástæður fyrir því að við eigum að hætta við og beina kröftum okkar og fjármunum í annan farveg. Vissulega gæti verið eftirsóknarvert fyrir Íslendinga að eiga sæti í Öryggisráðinu en þá yrði líka margt að breytast. Sjá nánar röksemdafærsluna: HÉR og HÉR