ANDSTAÐA VEX GEGN ÞJÓNUSTUTILSKIPUN ESB
Stærstu heildarsamtök launafólks á Íslandi BSRB og ASÍ hafa lagst eindregið gegn Þjónustutilskipun Evrópusambandsins sem nú er í smíðum. Einsog margoft hefur verið gert grein fyrir hér á síðunni (sjá t.d. hér og hér og hér og hér og hér) mun tilskipunin taka til alls hins Evrópska efnahagssvæðis og þar með til Íslands. Frá því í haust hefur legið fyrir á Alþingi fyrirspurn frá VG um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þessari tilskipun en af hálfu VG er eindregin krafa um að Íslendingar beiti sér af alefli gegn tilskipuninni eftir því sem kostur er.
BSRB reið á vaðið með opinbera umræðu um tilskipunina hér á landi en stjórn bandalagsins hefur verið mjög vakandi um þetta málefni. Rúmt ár er nú liðið frá því fulltrúi BSRB í ráðgjafanefnd EFTA, Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur BSRB gerði formlega athugasemd við tilskipunina og alþjóðafulltrúi BSRB, Páll
Sjá frétt á vef BSRB hér
Sjá frétt á vef ASÍ hér