„SAMKOMULAGIÐ" ER EKKERT SAMKOMULAG!
18.11.2013
Í morgunþætti sínum Sjónvarpinu í gær minnti þáttastjórnandinn, Gísli Marteinn Baldursson, okkur á það með ákafa sínum að hann er sjálfur nývolgur úr borgarpólitíkinni þar sem hann var einn ákafasti talsmaður þess að loka Reykjavíkurflugvelli. Minnti hann í tvígang á „samkomulag" borgarstjóra og innanríkisráðherra.
Ég vil af því tilefni minna á að samkomulag núverandi innanríkisráðherra er sagt byggja á samkomulagi sem ég gerði sem þáverandi innanríkisráðherra við borgina í apríl á þessu ári.
Svo er ekki og hef ég leiðrétt það í blaðaskrifum sem einnig hafa verið birt hér á síðunni, sbr. :
https://www.ogmundur.is/is/greinar/ekki-samkomulag-um-reykjavikurflugvoll
https://www.ogmundur.is/is/greinar/rettur-allra-flugrekstraradila-verdi-virtur