FUNDAÐ Í STRASSBORG UM FEBRÚARHEIMSÓKN TIL TYRKLANDS
Fimmtudaginn annan maí fékk Öcalan leiðtogi Kúrda að hitta lögfræinga sína – að vísu ekki þá reynslumestu sem hann óskaði eftir – en engu að síður frá sömu skrifstofu, í fyrsta skipti í nær átta ár!
Fundurinn var klukkutíma langur en enn á eftir að koma ljós hvort hann kemur til með að marka þau tímamót sem vonir standa til í hugum okkar margra. Samkvæmt tyrkneskum lögum og stjórnarskrá ber Öcalan réttur til að hafa aðgang að lögfræðingum sínum en sá réttur hefur verið virtur að vettugi. Spurningin er hvort þetta var gert til málamynda eða hvort að hér sé að verða breyting á.
Fyrir hönd þeirra þúsunda sem taka þátt í mótmælasvelti innan múra tyrkneskra fangelsa og einnig utan, bæði í Tyrklandi og annars staðar, hefur því verið lýst yfir að endi verði ekki bundinn á mótmælin fyrr en í ljós kemur hvort um raunverulega stefnubreytingu er að ræða.
Evrópuráðið hefur talsvert verið gagnrýnt fyrir að þegja um of í þessu máli því einangrun Öcalans stríðir gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.
Á hitt er þó að líta að þeirri nefnd sem sinnir eftirliti á þessu sviði eru settar strangar skorður um trúnað og þögn. Þannig er ekki leyfilegt að birta opinberlega skýrlu um heimsókn í fangelsi nema með samþykki viðkomandi ríkis. Skýrsa sem gerð var í kjölfar heimsóknar rannsóknarnefndar Evrópuráðsins til Imrali eyju þar sem Öcalan er haldið í fanglesi fræa árinu 2016 var fyrst birt í fyrravor. Þing Evrópuráðsins ályktaði síðan í byrjun þessa árs og krafðsist þess að tyrknesk yfirvöld færu að kröfu rannsóknarnefndarinnar og heimiluðu Öcalan samskitpi við lögfræðinga sína.
Í febrúar var ég í forsvari fyrir svokallaðan Imrali sendihóp sem fór til Kúrdahéraða Tyrklands og átti viðræður við mannréttindasamtök, blaða- og fréttamenn, lögfræðinga, “mæðurnar í Diyarbakir” sem sögðu okkur frá sínu eigin hlutskipti og fjölskyldumeðlima sem höfðu verið drepnir, pyntaðir eða sitja innan fangelsismúra.
https://www.ogmundur.is/is/greinar/einangrun-ocalans-verdi-rofin-thegar-i-stad-og-riki-heims-axli-abyrgd
https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvers-vegna-vill-heimurinn-ekki-heyra
https://www.ogmundur.is/is/greinar/vid-munum-hana-ebru
https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-utifundi-i-strassborg-um-nidurlaegingu-thagnarinnar
https://www.ogmundur.is/is/greinar/hugsad-hja-leylu
https://www.ogmundur.is/is/greinar/frettamannafundur-i-ankara
https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-leid-til-tyrklands
https://www.ogmundur.is/is/greinar/kurdar-i-motmaelasvelti
https://www.ogmundur.is/is/greinar/opid-bref-til-rikisstjornar-islands
Í vikunni fór ég til Strassborgar ásamt einum öðrum þáttakanda úr Imrali sendinefndinni og áttum við fundi með fulltrúum framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, Thorbjörns Jaglands og síðan fulltrúum CPT nefndarinnar sem hefur með höndum að sinna eftirliti með því að ýmis grundvallaratriði séu virt í fangerlsum, svo sem aðgangur að lögmönnum.
Enda þótt ég færi til Strassborgar í umboði Imrali sendinefnadarinnar fór ég til Strassborgar á eigin vegum og ekki kostaður af neinum.
Hér er frásögn af framangreindum fundum okkar Connors Hayes í vikunni í Strassborg: : http://freeocalan.org/news/english/2019-international-peace-delegation-to-imrali-meets-with-council-of-europe