Sæll Ögmundur. Hyggst þú áfram styðja ríkisstjórnina eftir að Jóni Bjarnasyni hefur verið bolað í burtu? Svona í ljósi þess að VG talaði um opna og gagnsæja stjórnsýslu væri gott að fá svör við þessu.
Sæll Ögmundur. Bæjarstjórnarmeirihluti VG og SF í Hafnarfirði samdi nýverið við erlendan banka um endurfjármögnun á eldri lánum sem bærinn hafði ekki staðið í skilum við í nokkurn tíma.
Er það ekki rétt munað hjá mér að VG hafi viljað þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB en Samfylking ekki viljað það? Virtist eitthvað bangin við lýðræðið.
Sæll aftur Ögmundur og þakka fyrri svör. Það sem mér liggur á hjarta nú er Schengen samningurinn. Ég horfði á Cameron gera Breska þinginu grein fyrir synjun sinni á nýjum sáttmála ESB og hvað liggi þar á bak við og ekki sparaði hann stóru orðin um ágæti samninganna við ESB.