29.03.2007
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur.Ég heiti Jón Hnefill Jakobsson og er 25 ára gamall námsmaður í margmiðlunarhönnun við Københavns Tekniske Skole í Kaupmannahöfn og vinn meðfram námi sem vefforritari/hönnuður fyrir Saxo Bank í Kaupmannahöfn.Ég rakst á netfangið þitt í gegnum bloggsíðuna þína þegar að ég var á mínum venjulega bloggrúnti.Mig langaði til þess að forvitnast aðeins um stefnumál Vinstri Grænna þar sem ég er mikill áhugamaður um stjórnmál og er nokkuð klofinn í afstöðu minni til íslenskra stjórnmálaflokka um þessar mundir.Það atriði sem ég hef sérstaklega verið að leita eftir eru málefni námsmanna og námsmannahreyfingarinnar. Ég fór að gamni inn á heimasíðu allra stjórnmálaflokka á Íslandi og leitaði sérstaklega eftir menntamálum. Vissulega er þar að finna fögur loforð um hvernig hægt sé að bæta íslenskt menntakerfi en það virðist hvergi vera, hjá einum einasta flokki, minnst á okkur sem erum í námi. Nú hefur Stúdentaráð, SÍNE og BÍSN unnið stórkostlegt og óeigingjarnt starf fyrir íslenska námsmenn heima og erlendis og vissulega hefur orðið framför í afgreiðlsu námslána frá LÍN.Það eru hins vegar brotalamirnar sem vekja sérstaka eftirtekt hjá mér þar sem að ég hef hvergi rekist á neinar tilögur um hvernig sé best sé að vinna úr þeim.Námslán eru t.a.m.