26.05.2006
Ögmundur Jónasson
Fyrir tæpum tveimur mánuðum mældist Framsóknarflokkurinn í Reykjavík með 3% fylgi. Þrátt fyrir það var forsvarsmaður listans, Björn Ingi Hrafnsson, bjartsýnn enda framboð hans dyggilega stutt af sterkefnuðum einstaklingum og stórfyrirtækjum sem voru einmitt um þær mundir að hrinda af stað mikilli auglýsingaherferð til að koma sínum athafnamanni og sérstaka sendiherra inn í Ráðhúsið og að kjötkötlunum þar.