Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Janúar 2013

S-P-A-N-G-Ó-L

Góð þótti mér grein Sunnu Óskar Logdóttur íMmorgunblaðinu um síðustu helgi. Fyrirsögnin var Pirraði og kynsvelti ráðherrann.

TAKK PÁLL

Gott hjá þér Ögmundur að vekja athygli á lesendabréfi Páls H. Hannessonar um áform ESB að einkavæða vatnið.

TIL HAMINGJU ERÓPA

Sæll Ögmundur. Til hamingju með ESB-regluverkið. Til hamingju með réttarríkið EFTA og þau gildi sem ESB-samvinnan byggist á.

HRÆGAMMAR AÐ GERA GÓÐ KAUP?

Vegna frétta af sölu höfuðstöðva Orkuveitunnar vakna spurningar. Eftirfarandi er tekið af vef mbl.is: „Straumur fjárfestingabanki gerði tilboðið fyrir hönd óstofnaðs félags með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og endanlega fjármögnun." (af mbl.is). Hverijr eiga svo Straum í dag?: „Með samþykkt nauðasamninganna var staðfestur sá vilji almennra kröfuhafa að endurvekja fjárfestingabankastarfsemi á Íslandi.

STAÐHÆFT, SPURT OG SVARAÐ UM KLÁM

Sæll Ögmundur, umræða er alltaf góð en ekki fengum við að sjá mikið af henni áður en þú settir í gang teimi til að gera frumvarp að lögum til að banna klám.

VATN, EINKAVÆÐING, ESB OG ÍSLAND

Sæll félagi.. Framkvæmdastjórn ESB stefnir nú að einkavæðingu vatns í Evrópu! Gróði vatnsfyrirtækja í 3ja heiminum hefur ekki verið nægur og andstaðan víðast mikil svo það var fyrirsjáanlegt að þau stefndu á ríkari markaði.

SAMMÁLA!

Er svo sammála Ögmundi, löngu kominn tími til að stjórnvöld taki í taumana. kv. Þorbjörg.

RIFJUM UPP SÖGUNA!

Sæll Ögmundur og gleðilegt ár.. Mig lagnar til þess að rifja upp með þér dálitla sögu um mann sem ég átti samleið með árið 1983.

MÁLEFNI ÚTLENDINGA VIÐKVÆM

Sæll Ögmundur.. Mikið mæðir á þér vegna hælisleitenda sem hingað koma flugleiðis meðal annars skilríkjalausir.

MÓTMÆLIR ORÐUM FORSTJÓRA ÚTLENDINGA-STOFNUNAR

Sæll Ögmundur! . Fordómar forstjóra Útlendingastofnunar eru hneyksli. Forstjórinn gerir lítið úr þeim sem eru á flótta og þurfa að leita sér hælis og talar um það sem "aðlaðandi kost"! Menn séu bara að misnota sér "gestrisni" Íslendinga og komi hingað til að fá frítt fæði og húsnæði!! Og geti verið hér lengi sem hælistúristar af því að málsmeðferð sé svo "hrikalega löng"! Væntanlega þekkir hún ekki til á því "fjögurra stjörnu hóteli" þar sem hælisleitendur eru meira og minna lokaðir inni á, því ekki mega þeir einu sinni kaupa sér mat í öðrum sveitarfélögum! . Mín skoðun er sú að þessi Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar eigi að segja af sér á stundinni! Hún er greinilega ekki hæf til að sinna þessum umbjóðendum sínum sem skyldi.