Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Mars 2012

GOTT APRÍLGABB HJÁ RÚV!

Mér fannst aprílgabb RÚV gott og takast vel. Þingkonurnar Guðfríður Lilja og Ólína þorvarðar sýndu húmor og frjálslyndi að taka þátt í glensinu.

ÞEGAR ORÐIN ELTA MENN UPPI

Heill og sæll Ögmundur. Illt er til þess að vita að jafn góður drengur og þú ert, þurfir nú lögregluvernd og lífverði.

UM VEGABRÉFA-SKYLDU OG FLEIRA

Sæll Ögmundur.. Hlustaði á umræðuna um Schengen á þingi nýlega og það er hárrétt sem þar kom fram að hlutnirnir breytast hratt.

FULLTRÚI KERFISINS?

Davíð Oddsson segir í viðtali í Verslunaskólablaðinu að hann hafi barist fyrir setuverkfalli í MR sem þú hafir beitt þér gegn sem „fulltrúi kerfisins".

UPPRÆTUM GLÆPAGENGI

Í neðnaverðri frétt stóð: "Á undanförnum dögum og vikum hefur lögregla náð miklum árangri í baráttu við glæpagengi á borð við Vítisengla og Outlaws.

SAMIÐ UM ÓLÖGMÆTAR KRÖFUR

Sæll Ögmundur. Sem heiðarlegum villiketti blöskrar mér rjómalapsliðið, sem ver klíkur sínar falli, því það óttast lýðræðið.

BURT MEÐ ÓVÆRUNA

Sæll Ögmundur, Það þarf að drífa í því að byggja nýtt fangelsi og halda áfram að leggja áherslu á að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

ÞÚ ERT ÁBYRGUR!

Jæja félagi, hvað þarf til þess að þú gerir eitthvað? http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/kona-i-hafnarfirdi-osatt-eftir-rassiu-15-logreglumenn-ruddust-inn-sneru-ollu-a-hvolf-og-berhattudu-mig  Ég veit um feiri svona mál, þar á meðal eitt þar sem lögreglan hafði ekki heimild, í því máli var fórnarlambinu ekki misþyrmt kynferðislega, en hún var laminn - og ég veit að fórnarlambið hefur reynt að fá þig til að gera eitthvað í málunum.

EKKI SELJA EIGNARHALD ÚR LANDI!

Þakka þér Ögmundur fyrir greinina í Fréttablaðinu í vikunni. Þú virðist vera eini pólitíkusinn sem heldur uppi vörnum fyrir okkur sem viljum ekki selja ( gefa) landið útlendingum.

HUGSAÐU ÞINN GANG!

Sæll Ögmundur, mér finnst viðhorf þín til útlendinga, hvort sem það eru Kínverjar, Rússar eða fólk frá meginlandi Evrópu, vera komin á ískýggilegt stig, farin að nálgast hreina andúð.