Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Nóvember 2021

„FJÁRFESTIR“

Aldrei mætti framtíð feiminn, fénu stal í pokum. Vildi kaupa hálfan heiminn, Himnaríki að lokum. Kári

Á BLEIKU SKÝI

Ný stjórn Katrínar Jakobsdóttir hefur nú tekið við á Bessastöðum.  Áður var stjórnarsáttmálinn kynntur í bleiku bandi.  Gerðar verða breytingar á Stjórnarráðinu þar sem málaflokkum er sundrað en öðrum steypt saman á ákaflega sérviskulegan hátt. Duttlungar og stundarhagsmunir nokkurra einstaklinga látnir ráða. Virðingarleysi fyrir því fólki sem skákað er til eru engin takmörk sett.  Forsætisráðherra hefur valið að halda stefnuræðu sína á fullveldisdaginn 1. desember 2021.  Þar mun hún kynna ... Bjarni

STÓLLINN TRYGGÐUR

Eftir hægar hríðir komst á koppinn Katrín og stjórnin fyrir horn sloppin stóllinn tryggður grunnur byggður að frjálshyggjustjórn sem er orpin. Hún virðist nú ekki einkar hlý enda var hún á felgunum Þó ríkisstjórnin hér þykist ný er gamalt sull á belgjunum. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

RÍKISSTJÓRNIN OG KVÓTAKERFIÐ

Hún gerir ríka ríkari raunverulega jú og spillta líka spilltari speki mín er sú. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

"LÁTUM VERKIN TALA - NÁUM ÞÓ ALDREI ÖLLU SEM VIÐ VILJUM"

Ég var að lesa grein Ögmundar hér á síðunni um að Sjálfstæðisflokkur og VG eigi ekki að vera saman í ríkisstjórn. Jú, það er fróm ósk okkar flestra, en erfitt við að eiga meðan svo margir kjósendur greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt - og vinstri menn halda áfram að vera vinstri mönnum verstir. Framsókn er nú í lykilstöðu og ríkisstjórn VG, Framsóknar, Samfylkingar og Flokks fólksins yrði vitanlega ekki til gegn vilja Framsóknar. Mér finnst ekki alveg ljóst í greininni hvort félagi Ögmundur metur það meira að koma stefnumálum VG í framkvæmd eða að hafa þau bara letruð með nógu rauðu letri í stefnuskrá. Stefnumálin sem hann telur VG hafa snúið baki við eru langflest enn á sínum stað í stefnuskrám ... Þorvaldur Örn Árnason

HEILBRIGÐISKERFIÐ HRUNIÐ

Heilbrigðiskerfið nú halloka fer helvítis kóvið um vandræðin sér þeir eru að byggja og framtíð tryggja en áratugina það tekur allt hér. Félagslegri einangrun flestir lúta í fjölmenni bera grímur og klúta hanga nú heima láta sig dreyma og gleðjast við fáeina flösku stúta. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

LÝÐRÆÐIÐ ER Í HÚFI

Góð grein og þörf Ögmundur! Oft hefur verið nauðsyn en nú er nefninlega algjör þörf á róttækri greiningu á ástandinu hér hjá okkur. Þjóðin er lömuð ..... hvað næst! Nú hef ég alls ekki tekið virkan þátt í íslenskum stjórnmálum en hef fylgst grannt með síðastliðin nokkur ár. Í mínum huga er það stjórnsýslan /flokkakerfið sem aftrar því að heilbrigð þróun geti orðið. Við þurfum persónukjör og opið lýðræði. Ótrúlegt að virða þetta fyrir sér því gott fólk er þarna allsstaðar. Miðað við kyrrstöðuna svo skrýtið, síðan kemur sérhagsmunagæslan, fámennið og frænd/kunningjahyglin sem tvinnast saman ... Bergljót Kjartansdóttir

EKKI LENGUR ÞÖRF Á SAUÐAGÆRU

Í framhaldi af skrifum þínum um framkvæmdastjóra NATÓ þá teljum við að Stoltenberg sé úlfur í sauðagæru, eða hefur hann þegar stökkbreyst í úlf í úlfsfeldi? Tillaga okkar: Þýskaland verður að komast úr NATÓ - eins fljótt og auðið er! En Þjóðverjar "græningjar" munu vilja styrkja NATÓ og auka við vígbúnaðaráætlun bandalagsins. Günter Rath/Annette Groth ...

ÞAÐ VEIT ENGINN HVAÐ ÁTT HEFUR FYRR EN MISST HEFUR

Trúnaðarmenn þar tóku öll völd af tillitsleysi var ákvörðun köld á milli tanna var ´ún Anna fagleg aftaka á frjálshyggjuöld. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

VILT ÞÚ FRAMHALDSLÍF NÚVERANDI RÍKISSTJÓRNAR?

Þú segir að ekki ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en þá spyr ég þig hvern ætti yfirleitt að kjósa? Hvers vegna ætti að kjósa VG eða ætti kannski ekki að gera það? Ég spyr í ljósi undangenginna fjögurra ára og yfirstandandi stjórnarmyndunar. Ég sakna þess að heyra frá þér um þetta. Hjörleifur Guttormsson segir eftirsóknarvert að fá framhald á stjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Ertu sammála? ... Jóhannes Gr. Jónsson.