15.11.2021
Ögmundur Jónasson
Ég var að lesa grein Ögmundar hér á síðunni um að Sjálfstæðisflokkur og VG eigi ekki að vera saman í ríkisstjórn. Jú, það er fróm ósk okkar flestra, en erfitt við að eiga meðan svo margir kjósendur greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt - og vinstri menn halda áfram að vera vinstri mönnum verstir. Framsókn er nú í lykilstöðu og ríkisstjórn VG, Framsóknar, Samfylkingar og Flokks fólksins yrði vitanlega ekki til gegn vilja Framsóknar. Mér finnst ekki alveg ljóst í greininni hvort félagi Ögmundur metur það meira að koma stefnumálum VG í framkvæmd eða að hafa þau bara letruð með nógu rauðu letri í stefnuskrá. Stefnumálin sem hann telur VG hafa snúið baki við eru langflest enn á sínum stað í stefnuskrám ... Þorvaldur Örn Árnason