Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Desember 2004

RAUSNARSKAPUR BANDARÍKJANNA - AÐ ÓGLEYMDUM HINUM VILJUGU BANDAMÖNNUM ÞEIRRA

Á vef RÚV má lesa “Bandaríkjastjórn gerir ráð fyrir að senda 15 milljóna dollara aðstoð á flóðasvæðin í Asíu til að byrja með, en þegar hafa verið lagðir fram 400.000 dollarar.” Til fróðleiks hefur stríðið í Írak kostað Bandaríkjamenn 200.000.000.000 dollara.

EIGUM VIÐ AÐ STYÐJA BANDARÍSKT STÓRBLAÐ?

Finnist þér ekki meira vit í að gefa peninga til hjálpar fólkinu í Írak en að styðja einhvað stórblað í USA?Sigurbjörn HalldórssonHeill og sæll.Mín skoðun er sú að ef Írakar fengju að vera í friði fyrir öllum þeim sem ásælast olíuna þeirra þá þyrfti enginn að hafa áhyggjur af þessari þjóð sem sennilega er ein sú auðugasta í heiminum öllum.

LESIÐ PÓLITÍSKA HUGVEKJU

Mig langar til að þakka séra Gunnari Kristjánssyni fyrir Pólitíska hugvekju, sem birtist hér á heimasíðunni í dálkinum Frjálsir pennar.

KIEFER Í BÆNUM !

Mikið þykir mér alltaf átakanlegt þegar fjölmiðlarnir okkar smækka þjóðina niður í hið óendanlega með því að elta á röndum frægt fólk sem kemur hingað til lands.

HIN HIMNESKA HJÁLP

Í austri var maður sem karlmönnum kenndi að hlýðaog konurnar lét hann fá festu sem engu var líkhann ógnaði fólki og svo var hann stöðugt að stríða,hann stærði sig jafnan af því hversu þjóð hans var rík.En skósveinar auðvaldsins sögðu hann þjáningu þyngja að þar færi maður með sprengju og heimtaði blóð.Og heimurinn heyrði svo vopnin í vindinum syngja:-Við erum hér til að hjálpa þér heiðingjaþjóð.Og handhöfum valdsins fannst ógnin í austrinu stækka,þeir ætluðu sjálfsagt að frelsa hinn hnignandi heim,með markvissu stríði svo hugðust þeir fíflunum fækkaen fíflin þau voru þó aðeins á mála hjá þeim,og hræsnarar heimsins þeir ætluðu öllu að bjargaþví alþjóðavæðingin sá hvernig baráttan stóðog herskáir létu þeir vopnin í vindinum garga:-Við erum hér til að hjálpa þér heiðingjaþjóð.
Heimasíða Landsvirkjunnar

Allt í góðum gír við Kárahnjúka - segir Landsvirkjun

Sæll Ögmundur Frændi minn sem vinnur við Kárahnjúka kvartar samfellt um kulda og vosbúð. Ég fylgist reglulega með vef Landsvirkjunar af framkvæmdunum þar sem ég hef svo sannarlega hagsmuna að gæta, það eru börnin mín og barnarbörn, maður vill jú skila góðu búi.

Kínverskir þrælar?

Ef ég heyrði rétt þá er von á 200 Kínverjum til að vinna upp seinkun á framkvæmdum á Kárhnjúkaframkvæmdunum.

Hvar er litli drengurinn?

Frá því að nýju raforkulögin birtust fyrst, verður mér ávallt hugsað til ævintýrsins um Nýju fötin keisarans.

DRÖG AÐ BYLTINGU

Eftirfarandi ljóð er að finna á samnefndri geislaplötu sem Kristján Hreinsson, skáld, er að senda frá sér um þessar mundir:Af þjófunum birtast svo magnaðar myndir,við meinum þeir finna ráðmeð brosandi andlit við olíulindirþeir árangri hafa náð.Menn verðlauna íslenska umhverfissóðasem arðræna þjóðarsálog nota hér allan sinn olíugróðaí íhaldsins leyndarmál. Er furða þótt siðleysið valdhafinn verndiog veiti hér daglega fórnþeim herrum sem tryggja að hagnaður lendihjá helmingaskiptastjórn?Að varðveita hræsni þeim herrum mun sæmasem hafa hér völdin ennþví ríkisstjórn auðvaldsins aldrei mun dæmaþá ótíndu glæpamenn.Er olíuveldið með allan sinn hroðafær íhaldsins skjól og hlífþá ykkur ég átök og byltingu boðasem bæta mun okkar líf.Er furða þótt siðleysið valdhafinn verndiog veiti hér daglega fórnþeim herrum sem tryggja að hagnaður lendihjá helmingaskiptastjórn? 

Er samkeppni til hækkunar jákvæð?

Í leiðara Fréttablaðsins í dag er svo að skilja að blaðið fagni samkeppni í raforkumálum! Þetta hljómar undarlega því nú kemur á daginn að fyrstu kynni neytenda af samkeppninni verður hærra raforkuverð um áramótin þegar samkeppnisfyrirkomulag Valgerðar Sverrisdóttur og félaga verður að veruleika.