Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Febrúar 2020

ER VG GENGIN Í D EÐA ER VG OG D GENGIN Í S EÐA ÖLL KOMIN Í VIÐREISN – EÐA ERU ALLIR ORÐNIR PÍRATAR EÐA … ?

Ríksstjórnin ræðir nú einkavæðingu banka, styður hernaðarofbeldi Tyrkja á NATÓ fundi, ræðir nýtt brennivínsfrumvarp, þorir ekki eða vill ekki sporna gegn eignasamþjöppun á jarðeignum með lögum sem duga, markaðsvæðir raforkukerfið …  Hver er hvað og hvað er hver? Er engin í pólitík lengur? Pólitíkin á að snúast um lýðræði, um að veita ólíkum skoðanastraumum inn á vinnsluborð framkvæmdavaldsins. Þess vegna eru mismunandi flokkar. Það hélt ég.  En hvað er til ráða þegar þeir renna allir saman í eitt?  Þá er eitthvað ... Jóhannes Gr. Jónsson

UM VEIRU OG ÞAU SEM LEYFÐU FRAMSALIÐ

Þá framsal þau leyfðu á kvóta og létu elítuna auðlindar njóta spurðu ekki neitt en kræktu í feitt úr landi með gróðann nú þjóta. ... Höf. Pétur Hraunfjörð .

HEIM MEÐ KVÓTANN

Kvótann nú köllum inn og kröfunni viðhaldið Eflaust mætast stálin stinn við stórútgerða valdið.   Höf. Pétur Hraunfjörð.

TIL ÓLAFSVÍKUR HÖLDUM

Til Ólafsvíkur leggjum leið líka fólk í hrönnum Á Skerið liggur gata greið og kvótamál þar könnum. Landsbyggðin vill lífsins njóta í líkingu við Reykjavík Við köllum til baka gjafa kvóta og kynnumst því að verða rík. Höf. Pétur Hraunfjörð.    

TIL ÞORLÁKSHAFNAR HÖLDUM NÚ

Þreyttur er og þungt skapið að þurfa horfa á leiki ljóta þeir sífellt vilja telja upp tapið og tala um sinn eignakvóta í Þorlákshöfn því mætum nú þar rætt verður um kvóta auðlindina við eigum ég og þú en auðmenn aðeins njóta. Höf. Pétur Hraunfjörð.  

NÚ ER ÞAÐ OSCE, ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR TVÍSKINNUNGI?

Mér sýnist fjölmiðlar, sumir hverjir alla vega, ætlist til að við gleðjumst yfir að alþjóðastofnunin hennar Ingibjargar Sólrúnar, OSCE, ætli “að aðstoða” í Klaustursmálinu; engu skuli til sparað svo við fáum endurheimt sjáfsvirðingu okkar. Að vísu svolítið skrítið að fá þessa “sérfræðinga” núna til að rífa ofan af sári sem kannski var að gróa. Steingrímur forseti þingsins mætti - ekkert mjög óhamingjusamur - í fréttir Sjónvarps til að andvarpa yfir syndugum mönnum. En fyrirgefið, sá yðar sem syndlaus er … og var fjármálaráðherrann, yfirmaður skattamála í landinu, ekki í Panamaskjölunum; er sjávarútvegsráðherrann ekki “okkar maður” Samherja … og er VG ekki að ... Ársæll

UM VEXTI OG VERKALÝÐSFLOKK

Stýrivextir nú stöðugt lækka styrkir og bætir okkar hag Verðbætur þá hætta að hækka og hamingjan kemst í lag. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

TIL SKÁLDSINS Í BORGINNI

Við að yrkja yndisljóð ýmsir frægir reyna. Vísa Eldjárns virðist góð vil því ekki leyna.  Höf. Pétur Hraunfjörð.

AFTURGENGINN

Gott er að vita dáðadrenginn dyggðaveginn bruna: Ögmundur er aftur genginn  inn í þjóðkirkjuna. Þórarinn Eldjárn

LÍFSKJÖR MYNDU BREYTAST ÞÁ

Tilefni er jú tvímælalaust að taka höndum saman. Hefjum öll upp háa raust og heftum Kvóta gaman. Byggðarkvóta nú bráðliggur á Þá batnar dreifbýlisvandi. Lífskjör mín myndu breytast þá og margra úti á landi. Höf. Pétur Hraunfjörð.