Grein séra Arnar Bárðar á heimasíðunni þótti mér góð. Hann gerir það sem mér finnst flestir prestar vanrækja: Að skoða samtímann undir kastljósi trúar og siðfræði.
Sæll Ögmundur. Gagnrýnislaus meðferð fjármálafregna í fjölmiðlum er farin að fara í taugarnar. Mér finnst að í þjónkunarskyni við viðskiptahagsmuni þeirra sem sýsla með fé annarra hafi nokkrir fjölmiðlar tekið uppá því að birta svokallaðar fjármálafréttir svo ótt og títt að enginn fréttatími virðist fullburða öðru vísi en ein eða tvær fjármálafréttir séu uppistaða eða meginstoð fréttatímans.
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum í samfélaginu og á þessari heimasíðu við Hæstaréttadóminum um tveggja ára fangelsisdóm Árna Johnsen.
Að undanförnu hefur farið fram mikil leit að fátæku fólki hér á landi. Forsætisráðherra Samfylkingarinnar er kominn á sporið eins og hann kunngjörði á flokksráðstefnunni í Borgarnesi um helgina.
Sæll Ögmundur. Þú spyrð skiljanlega um refsinguna og þjáningu fórnarlambsins. Ég er þeirrar skoðunar að aldrei sé hægt að ákvarða refsingu sem fall af þjáningu þolandans af því þjáningin er ekki algild heldur einstaklingsbundin.
Sæll Ögmundur. Mér finnst hæstaréttardómurinn yfir Árna Johnsen harðneskjulegur. Hann braut vissulega af sér og á skilið refsingu, en hugsum þetta út frá refsingunni, tveggja ára fangelsisdómnum.
Ég hef búið í Byrginu í rúm fimm ár og verið starfsmaður þar í á þriðja ár. Mér er því vel kunnugt um hvað þar fer fram og um gagnsemi starfsins fyrir alla þá ógæfusama einstaklinga sem ánetjast hafa vímuefnum og fengið lausn á sínum vanda í ranni Byrgisins.