
ÓSANNGJARNIR VEGATOLLAR
29.12.2010
Sæll Ögmundur. Nú get ég ekki lengur orða bundist vegna samgöngumála hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef fyrir nokkru síðan gefið upp alla von um að við hér á höfuðborgarsvæðinu, sem borgum að langmestu fyrir vegakerfi landsins, fáum úrbætur á hættulegustu vegaköflum landsins, þar sem flest dauðaslys verða.