11.05.2003
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur. Skemmtilegt viðfangsefni vilji kjósenda. Nú liggur fyrir að kjósendur vildu ekki Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þeir höfnuðu því að láta Davíð Oddsson vera lengur fyrsta þingmann okkar Reykvíkinga í norðurkjördæminu, þeir hafna áherslum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og refsa Sjálfstæðisflokknum, - ef marka má úrslit kosninganna! Er þetta svona einfalt og skýrt? Eða er þessi “vilji kjósenda” enn ein afstrakssjónin, eða nálgunin við einhvern gefinn og tilbúna túlkun á raunveruleika? Látum því ósvarað, en skoðum nokkra umhugsunarverða þætti.