Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

September 2020

DÝRMÆTARI EN BRAGGASTRÁIN

Þú nefnir færeyskan hundaskít í Moggagrein. Nýlega varð deila milli nágranna á Arnarnesi um hvort hrísla a lóð annars mætti standa - eða ekki. Úr varð lögfræðingaleikur og eigandi hríslu fékk sigur. Andstæðingur hríslueiganda sá af gifurupphæð til eigin lögfræðings, dæmdur til að borga hinum 800.000 kr. Samtals græddu hlæjandi lögfræðingar 1.5 milljónir á kjánaleik sínum um hríslu, sem þeir æstu nágranna til að ... Nonni

FÉLAG SMÁFYRIRTÆKJA

Takk fyrir að vekja athygli á grein Björns Jónassonar um krónurnar átta. Þtta er góð dæmisaga úr kerfinu og ætti að verða skyldulesning fyrir þá sem stjórna i stjórnarráði, skattinum og öðrum stofnunum sem sagðar eru vera að bjarga efnahagslífinu.  Ástæða þess að ég skrif a þér Ögmundur er þó ekki þessi heldur til þess að fagna því að til séu að verða samtök smáfyrirtækja. Einokunarfyrirtækin stóru eru bæði of stór og of frek og oft til óþurftar á markaði sem oftar en ekki er enginn ... Jóhannes Gr. Jónasson

EIMSKIP Í BROTAJÁRN

Kunnugleg saga sýnist mér svindlið allt verja Því Eimskip alfarið orðið er í eigu Samherja. Lífskjarasamning vilja losna við og hóta líka algjörum vinnuófrið Halldór því grætur Vill fá hæri bætur svo atvinnulífið komist á skrið. Höf. Pétur Hraunfjörð.

BLESSUÐ SÉ MINNING SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Sigmundur Davíð sagði þetta að sinn flokkur biði í dans Spillingu mundi líka af létta og líflegri yrðu áhrif hans. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

OFFRAMBOÐ Á VALDI, SKORTUR Á GÓÐVILJA

Áslaug í þyrlu þeyttist um landið misnotaði þá almannafé Enn sýnir nú flótta-fólkinu valdið fádæma hroka þarna sé. Tíminn líður tæplega hratt í tímabundinni veiru Valdið gæti því marga glatt með góðvilja og fleiru. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

LAXÁRLÝÐRÆÐI, UPPRUNAFÖLSUN OG FLEIRA

Alþingisspillingin umfangsmest, allmargir stíga ekki í vitið. Í Laxánni virkaði lýðræðið best, lausnin var dýnamitið. Með almannasjóðina ætla að valsa, auðlindum stolið og rænt. Erlendis ræturnar uppruna falsa, með íslenskri vottun um grænt. ... Kári

TEKIÐ UNDIR MEÐ GRÍMI UM BAKKA-RANGHERMI OG ÞÖGGUN

Þú pælir sem aðrir Ögmundur í pestaróféti, m.a hvernig það virkar á stjórnmál. Eitt gróft dæmi um misnotkun er verksmiðjan á Bakka sem okkur er sagt án athugasemda fjjölmiðlafólks að hafi lent í ógöngum vegna Covid. Þetta eru helber ósannindi. Þess vegna fagna ég skrifum Gríms hér á síðunni um staðreyndir þessa máls. Svo vill til að ég þekki þetta nokkuð og tek ég heilshugar undir með Grími: Sleitulausar ófarir i rekstri kísilvers á Bakka hófust um mitt ár 2018, frá byrjun. Ekki batnaði rekstur 2019, tapið þá 7.3 milljarðar. Ömurlegur var gangurinn, 2020 byrjaði mjög illa. Líklega var tap á tveggja ára rekstri orðinn 14 ma þegar glóruleysið leiddi til stöðvunar á rekstri við lok júlí sl. Engin búbót er sýnd í kortum. Krísan algjör. Vegna þessa tekur yfirklór við en mest þöggun um málavexti. Grófasta ranghermið til yfirklórs er ... Jóhannes Gr. Jónsson