Sæll Ögmundur Mér finnst margt af því sem þú tekur til umræðu hér á síðunni athyglisvert en mér finnst þó áberandi að umfjöllun um umhverfismál er allt of lítil.
Að öllu jöfnu hef ég engan áhuga á að fylgjast með lífi Valgerðar Sverrisdóttur. En hún er nú einu sinni iðnaðarráðherra og kemur fram fyrir hönd okkar allra sem slík.
Ég sá í sjónvarpinu nokkra menn, þétta á velli, ganga inn kirkjugólf í Grafarvogi. Þar sem þeir röltu inn í helgidóminn drúptu þeir höfði eins og í lotningu, eða var þetta teikn að ofan, merki um hversu mjög mennirnir voru bugaðir, eða kannski auðmjúkir.
Sæll og blessaður! Það sló út hjá ykkur rafmagninu í þinginu í vikunni. Hvernig væri að spyrja Valgerði, iðnaðarráðherra um úttekt á rafkerfi Alþingishússins, hvort ekki sé munur að hafa nú "eðlilegt" rafmagnseftirlit í landinu, eftir að það var markaðasvætt.
Sæll Ögmundur. Ég vildi vekja athylgi þína á leiðara í Morgunblaðinu 28. nóv. þar sem verið var að prófa nýja söguskoðun, sem gengur út á að réttlæta innrásina í Írak.