Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

2018

UM EIGNARHALD Á ORÐUM

Eflaust á ég orðin mín eins og fyrri daginn. Um pólitík glens og grín og gagnlega braginn. Höf. Pétur Hraunfjörð.

HEFÐIR ÞÚ BIRT HRAKYRÐIN?

Í grein þinni í helgarblaði Morgunblaðsins, sem þú birtir einnig hér á síðunni,  Hve lengi á ég orðin mín? ,  tekur þú dæmi af norrænum ráðherra sem segir eitt í fréttaviðtali um flóttamenn en annað í tali eftir að formlegu viðtali lauk. Þú segir að “hrakyrðin” sem þú kallar svo, hafi verið birt. En hvað fannst/finnst þér rétt? Áttum/eigum við ekki rétt á að vita nákvæmlega hvað ... Jóhannes Gr. Jónsson

NOKKRAR VÍSUR UM ILLT TAL OG STASI

Vondan róg oft varast má vörnum þó ´ann beiti   Og fæstir okkar vilja fá frú stasí á hvert leiti. ... Höf. Pétur Hraunfjörð

HVÍTBÓK UM FJÁRGLÆFRA-VÆÐINGU

Svo þjóðina ræna og þrykkja á blað, þrjúhundruð síðurnar kanna. Augljóst að hvítbókin hverfist um það, að horfa til fjárglæframanna. Kári

ENGINN GLANSI

Á Klaustursbarnum í kröppum dansi. Aðrir í þvingandi kossaflansi. Á framkomu þeirra er fágætur vansi. Álitshnekkur og enginn glansi.   Höf. Pétur Hraunfjörð

STASI, WIKILEAKS OG HEYKVÍSLARNAR

Góður drengur gat ég sagt geðþekkur og nýtur. En Stoltur nú stendur vakt Stasí félagsskítur. Höf. Pétur Hraunfjörð

BÆN FARISEANS

... Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast. En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins, heldur ... BJ

ILLT VAR ÞÁ TALIÐ

Á Klaustur-barnum var brugðið leik, bjórinn drukku af göróttum kaleik, illt varð þá talið, ekkert var falið og sitja nú uppi með allt er í steik. Höf. Pétur Hraunfjörð

ÞEGAR OF MIKIL LANDSALA!

Ekki selja landið okkar! Nú þegar of mikið, stoppum þetta núna strax ... Heimir Guðjónsson

Vopnfirðingar stórir uppá sig?

Í Fbl. í dag kemur fram að sumir Vopnfirðingar vilji fá sundlaug frá auðmanninum geðþekka sem kaupir þar upp jarðir. Maður veltir fyrir sér hvers vegna Vopnfirðingar láta sér ekki duga glerperlur, eins og værukærir frumbyggjar hafa gert öldum saman. Ragnar Ólafsson