Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Janúar 2015

PASSAMÁLA-RÁÐHERRA FÆR STUÐNING

Mér sýnist og heyrist í fjölmiðlum að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um að koma brennivíni í matvörubúðir og náttúru-passa-mála-ráðherrann hafi náð saman um þingmál hvors annars.

UNDARLEG VINNUBRÖGÐ

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra, hefur haft tvö ár til að undirbúa gjaldtöku á ferðamenn. Nú segir hún á Alþingi að þar sé nú afurðin af vinnu hennar komin fram, frumvarpið um náttúrupassa.

Á EFTIR AÐ FARA Í KERIÐ

Ég sakna þess í umræðunni um náttúrupassann að ekki sé tekið harðar á ólöglegri innheimtu við Kerið í Grímsnesi þar sem enn er rukkað og á öðrum stöðum þar sem ólöglega var rukkað síðastliðið sumar.

HÆTTU BARA

Forsætisráðherrann vildi ekki fara. fann engan tíma og ákvað að spara.  ´ann situr gleiður. en landinn reiður. æ farðu nú Sigmundur hættu bara.. . Pétur Hraunfjörð

SLÆMAR FRÉTTIR!

Takk Ögmundur ! . Þetta voru ömurlegar fréttir, en ég hef alltaf hræðst þessa ríkisstjórn og skilaboðin sem við fáum daglega frá þeim herbúðum.

OF FLJÓTUR AÐ DÆMA

Heill og sæll, félagi Ögmundur. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir öll gömlu góði árin okkar. Varðandi það sem þú skrifar um málefni Sinnum og Ásdísi Höllu og fl.,þá finnst mér þú vera aðeins of fljótur á þér að dæma.

TAKK FYRIR AÐ SÝNA FRAMAN Í YKKUR

Mig langar til að þakka Ásdísi Höllu fyrir að koma hreint fram og tala fyrir gullfæðingum fyrir ríka fólkið og einhverju lakara fyrir þær mömmur sem ekkert gull eiga.