Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Júní 2017

UNDARLEG KJARARÁÐS-ÁKVÖRÐUN

Sæll Ögmundur! Hvað hefurðu að segja um síðasta útspil Kjararáðs? Bíð eftir því. Man aldrei eftir því að almúginn fengi kauphækkun afturvirkt og var þó lengi úti á vinnumarkaðnum.

... OG BOTNAÐ

Bjarni gamli gránar hratt,. gefur vel á dallinn.. Talnafrændinn tekur skatt,. tíuþúsund kallinn.. Kári

EF FRÆNDI TEKUR ÞÚSUND KALLINN

Bjarni gamli gránar hratt. gefur vel á dallinn. Fáa hefur frændinn glatt. fari tíuþúsund kallinn.. Pétur Hraunfjörð

MAY OG ELLIGLAPA-SKATTUR

Kepptist við það konugrey,. Corbyn hrynda af stalli.. Elliglöpin urðu May,. algerlega að falli.. Kári

AÐ STIMPLA SIG INN Í STRÍÐSÁTÖK

Ég er þér sammála um vopnaburð lögreglunnar, að forðast beri í lengstu lög að vígbúa löggæslumenn okkar með þessum hætti.

MEÐ ALVÆPNI Á TORGUM

Með alvæpni á öllum torgum. athyglissýkin var sterk. Eins og í erlendum borgum. ef upp koma hryðjuverk.. Pétur Hraunfjörð. .  

UM FUNDINN Í IÐNÓ: ÞESSU ÞARF AÐ HALDA LIFANDI!

Ég var hugfanginn á þessum fundi og fékk tærari sýn á hversu frelsisskerðing konunnar er undirrót allrar kúgunar og undirstaða valdastrúktúrs feðraveldisins eða svo ég vitni í Abdullah Öclan „A country can't be free unless the women are free," thereby redefining national liberation as first and foremost the liberation of women".

FRÁBÆR FUNDUR!

Ögmundur Jónasson á miklar þakkir skildar fyrir frábæran fund í dag um framtíð Kúrda. Framsögukonurnar tvær, Ebru Günay og Havin Guneser, töluðu mjög skilmerkilega fyrir sósíalisma, lýðræði og kvenréttindum auk þess sem þær sögðu frá blóðugum ofsóknum tyrkneska ríkisins gagnvart Kúrdum og leiðtoga PKK, Abdullah Öcalan, sem hefur verið fangelsaður í einangrun síðan árið 1999.. Eitt af því áhugaverðasta við frelsishreyfingu Kúrda, eins og Havin Guneser lýsti henni, er hvernig hún hefur sagt skilið við baráttuna fyrir hefðbundnu þjóðríki og tekið upp nýja áherslu á beint lýðræði, confederalisma og fjölmenningu.

30 DAGA FANGELSI VEGNA SAMLOKU

Sífellt málin brjóta blað,. brött er dóma gnípa.. Sakavottorð sýnir það,. samloku að grípa.. Kári

HANDSTÝRÐ NIÐURSTAÐA

Dómsmála-stýran stendur keik. stórhuga en pen. Enn handstýrði þó ljótum leik. lævís Andersen.. Pétur Hraunfjörð. . .  . . .