Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Maí 2009

TÆR SNILLD!

Mikið létti mér við að lesa Sunndags-Moggann. Sigurjón Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, segir nægar eignir í Bretlandi fyrir Icesafe skuludunum - eða þeim hluta þeirra sem Bretar hafa fengið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að innheimta.

HEF ÁHYGGJUR MEÐ YKKUR VIÐ STJÓRN

Svar til þín við þessum ummælum: "Vandinn er sá að gangi okkur illa við landsstjórnina farnast okkur sem þjóð ekki vel.

GANGI YKKUR ILLA!

Ég vill spyrja þig af því hvernig þér dettur í hug að setja á sykurskatt? Gerirðu þér í alvörunni ekki grein fyrir því að þá eykst verðbólgan og í leiðinni lánin sem eru jú verðtryggð? Afhverju eiga svo þeir sem eru að fara vel með tennurnar og drekka gos í hófi að verða fyrir svona skatti, alltaf er það nú þannig hjá ykkur vinstri mönnum að þeir duglegu uppskera aldrei en þeir lötu lifa í velsæld.

FORVARNIR ERU LAUSNIN

Sæll Ögmundur.. Sykurskattur? Hækkun á vísitölum og þrengir að fyritækjum sem eru stærstir í innflutningi á sykri t.d.

HUGSUM Í ÞÁGU ÞJÓÐARINNAR

Góði Ögmundur.... Ég sé undarlegan pistil á síðunni, sem kemur jú fyrir, þó vefsíðan þín sé yfirleitt afar góð, af mínum smekk!  Þessi grein er með undirskriftinni Rósa Luxumburg, en ég hélt að það glæpakvendi væri steindautt fyrir löngu! . Rósa lýsir öllum núverandi stjórnmálakerfum sem handónýtum og almenningslýðnum til ógæfu, sem ég verð að vera sammála henni um að miklu leyti, en hún nefnir þó ekki þau kerfi sem hún barðist gegn og varð henni að bana, né það kerfi sem hún barðist fyrir og hefur nú liðið undir lok með slæman orðstír, sem sé alþjóðakommúnismann.

FALLINN Í SYKURGRYFJUNA?

Ögmundur.. Sykurskatturinn, ég bara trúi þessu ekki á þig. Ertu virkilega fallinn í þessa gryfju? Á að fara að ala alþýðuna upp í gegnum skattinn? Er þetta það sem vinstri flokkarnir eru að vinna að? Hvað með hrunið? Er það alþýðunni að kenna? Settu frekar "sykurskatt" á elítuna og þá fylgi ég þér!!!. Elisabet Guðbjörnsdóttir.

YFIRRÁÐIN YFIR HINUM EFNAMINNI

Lýðheilsa er þáttur í menningu þjóðar, ekki málsgrein í skattalögum. Stéttabaráttan er dauð og allir sammála um að verkefni stjórnmálanna,sé að stýra hegðun lágstéttanna og gæta þess að þrælarnir geti mætt í vinnuna, borgað vextina fyrir kapítalið.

INGIBJÖRG SÓLRÚN LEIÐI

Það er í mínum huga að rétti einstaklingurinn til að taka við starfi aðalsamningamanns Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra.

ER NÝJA RÍKISSTJÓRNIN MEÐ copy/paste PÓLITÍK FRÁ ESB?

Þegar Evrópusambandið kynnti Lissabon-áætlun sína árið 2000 var eitt helsta slagorðið að „Evrópa ætti að verða samkeppnishæfasta efnahagseining heims árið 2010".  Ekki er nú útlit fyrir að það gangi eftir og vandséð hvað ESB hafði út úr slagorðinu annað en afsökun fyrir þá sem trúðu á markaðslausnir og að samkeppni væri leiðin að markinu til að keyra þá stefnu sína yfir önnur gildi.

NÚ ÞARF AÐ UPPLÝSA ÞJÓÐINA

Sæll Ögmundur.. Ég er Íslendingur búsettur í Vantaa, Finnlandi, ég kaus v-græna vegna þess að  við erum á móti aðild að Evrópusambandinu, hér er linkur á síðu hjá Ríkissjónvarpinu í Finnlandi þar sem skoðanir Finna á sambandinu eru aðalatriðið.  Mín skoðun er sú að Finnum, venjulegu fólki, finnst evrópska regluverkið vera þrúgandi og smámunasamt og eru óteljandi dæmi þess.   Haltu áfram þínu góða hugsjónastarfi.  Nú þarf að upplýsa þjóðina um alla þá galla sem fylgja Evrópusambandinu.  T.d.