24.05.2009
Ögmundur Jónasson
Góði Ögmundur.... Ég sé undarlegan pistil á síðunni, sem kemur jú fyrir, þó vefsíðan þín sé yfirleitt afar góð, af mínum smekk! Þessi grein er með undirskriftinni Rósa Luxumburg, en ég hélt að það glæpakvendi væri steindautt fyrir löngu! . Rósa lýsir öllum núverandi stjórnmálakerfum sem handónýtum og almenningslýðnum til ógæfu, sem ég verð að vera sammála henni um að miklu leyti, en hún nefnir þó ekki þau kerfi sem hún barðist gegn og varð henni að bana, né það kerfi sem hún barðist fyrir og hefur nú liðið undir lok með slæman orðstír, sem sé alþjóðakommúnismann.