Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Júlí 2011

LÝÐRÆÐISRÍKIÐ ÍSLAND VERÐUR AÐ STANDAST SAMANBURÐ

Kæri Ögmundur.. Ég hef ennþá trú á því að þú sért ekki í "klúbbnum" þrátt fyrir að Ólafur Þvagleggur sé ennþá starfandi - Ég hef raunar komist að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera erfitt fyrir heiðarlegan mann að stýra þessu ráðuneyti, og komast á snoðir um viðbjóðinn í lokuðu og læstu skúffunum.

LAGFÆRINGA ÞÖRF

Svona er unnið gegn þvi að öryrkjar geti menntað sig, og þeim gert ókleift að sporna við veikindum sínum með þvi að reyna að afla sér auka aðstoðar, bætur í dag eru ekki upp á marga fiska og svona hegðun gegn öryrkum er ekki til að bæta það, áhugavert dæmi um hvað öryrkjum er gert erftt fyrir þegar kemur að þvi að sjá fyrir sér, 2010 fékk ég styrk frá svæðisskrifstofu málefna fatlaðra til þess að greiða skólagjöld í tækniskólann upphæð 38.100 kr, í gær fékk ég bréf frá tryggingastofnun um það að þessa upphæð yrði að draga frá mér þar sem ég hefði þarna 2010 fengið alla þessa upphæð umfram bætur og þvi meira en ég átti að fá.

ENGA ÞRJÓSKU!

Þetta snýst ekki um hvort að ríkisvaldið megi brottvísa Mouhamde eður ei. Hér er maður sem þekkir fátt annað en ánauð og hefur gert sitt besta til þess að öðlast frelsi.

NOTA MÁ ELDRA HÚSNÆÐI!

Sæll vertu Ögmundur. Ég hef mjög mikið hugsað til lögæslumála og stuðning við mína gömlu vinnufélaga. Við hittumst í kaffisopa þessir gömlu sem erum hættir og berst margt ítal.

HÚSNÆÐI ER FYRIR HENDI!

Sæll Ögmundur. Sendi þér þessa ábendingu um að aflagðir heimavistarskólar gætu vel hentað til fangavistar. Í heimavistarskólum geta herbergi verið fangaklefar.

SVARS ÓSKAÐ

Herra "safi". Af hverju koma alltaf svörin við bréfum til þín frá safi@bsrb ? Með von um gegnsætt svar frá herra "safa".

BÓKHALDSLEIKFIMI

Sæll Ögmundur, . Ég hef fylgst af áhuga með skiptum skoðunum ykkar flokksformannsins á fjármögnun nýs fangelsis.

ERU FJÁRMÁLAMENN KOMNIR Í STJÓRNSÝSLUNA?

Sæll Ögmundur.. Ég hlustaði á morgunútvarpið í Ríkisútvarpinu fyrir helgi þar sem fjármálaráðherrann var spurður út í afstöðu sína til ágreinings innan ríkisstjórnarinnar um að ríkið byggi fangelsi (hugmynd Ögmundar) eða að einkaaðilar byggi það (hugmynd Jóhönnu).

STJÓRNLAGARÁÐ Á MÓTI LÝÐRÆÐI?

Þakka þér greinina um Stjórnlagaráðið og lýðræðið. En hvernig stendur á því að ekki aðrir en þú skuli taka þetta upp? Stjórnlagaráðsfólkið virðist ætla að setja í stjórnarskrá bann við því að kosið verði um tiltekin málefni í þjóðaratkvæðagreiðslu!!!  Ef við viljum kjósa um alþjóðaskuldbindingar eða fjárhagsleg málefni þá á að vera bann við því í stjórnarskrá lýðveldisins!!! Ef þetta verður inni þá verða stjórnarskrárdrögin kolfelld.. Jóel A.

VARSTU TEKINN Í KARPHÚSIÐ?

Einhverjum  innanbúðarmanni í þingflokki VG þótti greinilega ástæða til að koma því á framfæri við kratamiðilinn Eyjuna að Árni Þór Sigurðsson hefði tekið þig "í karphúsið" í tölvupóstssamskiptum ykkar þingmanna VG.