Hjartað er brostið þjóðinni hjá helst ekki viljum Samherja sjá heimta og hóta eigna sér kvóta en um það fáir sig þora að tjá. Mýrarljós Moggans er kveikt enn minkar stöðugt og veikt láta það skína á leiðina sína er verður nú bráðlega fleygt.
... Höf. Pétur Hraunfjörð
Veðurfar hér virðist kalt við þurfum meiri hita Vorið og sólin útum allt vont þó úti að strita. Nú lífsánægjan lifnar við og léttir okkur sporið loksins loksins fáum frið fyrir Cóvid þetta vorið. Bjarni öllum býður í mat bætir á skuldafenið. En landinn á sig étur gat og losar ferðaslenið. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
Engeyingarnir um sig sjá Það sér hver kjaftur Íslandsbanka vilja víst fá vandræðin ganga aftur. Hér blaðurskjóðan Brynjar N bullar heilt um mál og menn En kosningarnar koma senn þá kallinn tæplega situr enn.
Höf. Pétur Hraunfjörð.