Væri ekki ráð að fá sjónvarpsstöðvarnar til að sameinast um að skapa vettvang fyrir söfnunina til Namibíu sem hafin er á vegum Rauða krossins? Íslendingar hafa sameinast um annað eins. Þetta væri hægt að gera á milli jóla og nýars! Jóel A.
Stjórnmálamennirnir sem eru nýbúnir að stíga skref til að markaðsvæða raforkuna segja nú að tryggja þurfi rafmagnsinnviðina. Er það gert með því að færa markaðinum þessa innviði í hendur? Sú hefur verið þeirra barátta á undanförnum mánuðum. Ætlast þetta fólk til þess að vera tekið alvarlega? Sunna Sara
Það þarf að auglýsa betur söfnunarátakið gagnvart Namibíu. Öll þau sem ég hef rætt þertta við líst vel á að safna fé vegna þurrkanna í Namibíu. Góð leið til að sýna velvild Íslendinga í garð þjóðar sem hefur verið illa leikin af löndum okkar. Jóel A.
Spillingin klæðist hér sparifötum spásserar um alþingi og á götum á peninga orga ríkið má borga og auðvalds Elítu ávallt mötum. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.