Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Desember 2016

HVERS Á ÓTTARR AÐ GJALDA?

Okkur er sagt að þýska tímaritið Spiegel stingi upp á því við lesendur sína  að velja Birgittu Jónsdóttur, Pírata, sem einn af helstu stjórnmálaleiðtogum heims á árinu sem er að líða, ásamt þeim Pútín, Trump og fleira yfirburðafólki.

STJÓRNARMYNDUN

Framundan eru dimmir dagar. og dauðans alvaran köld.. Frjálshyggja ei fátækt lagar. fari Íhaldið með völd.. Þá hægrimenn og helvíti. hefja búskap saman.. Verkafólk guð varðveiti,. hér verður lítið gaman.. Pétur Hraunfjörð. .  

Í LJÓSI STÖÐUNNAR

Í þjóðfélaginu er mikil krafa um breytt stjórnarfar. Vilji er fyrir stjórn flokka með ólíkar áherslur, þar sem  hagsmunir togast á, fyrir stjórn Vinstri Grænna,  Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar.

HJÓNIN OG BARNIÐ

Ríkisstjórnar-laust er land. líklega yfir jólin.. En frændur þá fara í hjónaband. og Proppe fær barnastólinn.. Pétur Hraunfjörð . . .  

BJÖRT FRAMTÍÐ SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKS OG VIÐREISNAR?

Ekki finnst mér sérlega bjart yfir þeirri framtíðarsýn að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi hér ríkisstjórn til næstu fjögurra ára í boði hins stórfurðulega stjórnmálaflokks Bjartrar framtíðar.

KOMA ÞARF Í VEG FYIR HÆGRI STJÓRN

Það er skelfileg tilhugsun ef satt reynist að við séum að fá harðsvíraða hægri stjórn yfir okkur, með Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð.

TIL HAMINGJU GUÐMUNDUR ÁRNASON

Mig langar til að óska Guðmundi Árnasyni, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, til hamingju með fjárlagafrumvarpið sem hann lagði fyrir Alþingi og þingið síðan samþykkti í sögulegri sátt fyrir jólin að því undanteknu að örfáir fjárlagaliðir voru hækakaðir lítillega.

TAKK FYRIR SKÝRINGU OG BRÝNINGU

Takk fyrir viðtalið á Rás 2 í morgun um Grímsstaði á Fjöllum en ekki síður brýninguna sem þingmenn fengu í lífeyrismálinu:. http://www.ruv.is/frett/stjornarandstadan-stodvi-lifeyrismal . Ég saknaði málflutnings af þessu tagi í þinginu í gær.

EITTHVAÐ AÐ MARKA ÞINGMENN?

Alþingi er nákvæmlega sama platið og áður. Birgitta Jónsdóttir segir í viðtali við Fréttablaðið að gagnsæi verði að ríkja um starfskostnaðargreiðslur þingmanna.

ALVARA AÐ BAKI LÍFEYRIS-ANDMÆLUM?

Þú vísar í grein þinni í átökin um lífeyrismál árið 1996. Við unnum það mál vegna alvöru baráttu. Nú er okkur sagt í fréttum að samtök opinberra starfsmanna séu ekki hlynnt lífeyrisfrumvarpi ríkisstjórnarinnar og andstæðingar á þingi ætli ekki að styðja frumvarpið! Með örðum orðum, ætla ekki að berjast á móti - bara ekki styðja.