24.12.2004
Ögmundur Jónasson
Í austri var maður sem karlmönnum kenndi að hlýðaog konurnar lét hann fá festu sem engu var líkhann ógnaði fólki og svo var hann stöðugt að stríða,hann stærði sig jafnan af því hversu þjóð hans var rík.En skósveinar auðvaldsins sögðu hann þjáningu þyngja að þar færi maður með sprengju og heimtaði blóð.Og heimurinn heyrði svo vopnin í vindinum syngja:-Við erum hér til að hjálpa þér heiðingjaþjóð.Og handhöfum valdsins fannst ógnin í austrinu stækka,þeir ætluðu sjálfsagt að frelsa hinn hnignandi heim,með markvissu stríði svo hugðust þeir fíflunum fækkaen fíflin þau voru þó aðeins á mála hjá þeim,og hræsnarar heimsins þeir ætluðu öllu að bjargaþví alþjóðavæðingin sá hvernig baráttan stóðog herskáir létu þeir vopnin í vindinum garga:-Við erum hér til að hjálpa þér heiðingjaþjóð.