Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

September 2007

HJARTANS ÞAKKIR TIL MOGGANS

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins tók þig í kennslustund í gær og ekki skortir á að kennarinn vill nemanda sínum vel.

VILLI SANNAR SIG

Mig langar að þakka sjálfstæðismönnum í borgarstjórn, og sérstaklega Vilhjálmi borgarstjóra, það ágæta framtak að gefa námsmönnum frítt í strætó.

HINGAÐ OG EKKI LENGRA – ÞÖKK SÉ ÖSSURI

Ég varð undrandi og döpur þegar ég heyrði formann Samfylkingarinnar segja á fundi flokksins á síðstu helgi  að nú þyrfti nauðsynlega að hleypa einkaaðilum inn í orkumálin.

ÞARF AÐ FRELSA SAMFYLKINGUNA FRÁ ÍHALDINU!

Ég velti því fyrir mér hvers vegna þú hamast svona í Samfylkingunni, Ögmundur. Maður opnar ekki blað án þess að þú sért þar uppi með ásakanir og köpuryrði í garð Samfó.

ER VERIÐ AÐ KOMA Á TVÖFÖLDU HEILBRIGÐISKERFI?

Hver er afstaða ykkar í BSRB til þeirra breytinga sem ASÍ og SA eru að semja um varðandi breytingu á rétti til örorkubóta og greiðslna í veikindum? Sjálfur er ég öryrki og finnst ég vera búinn að reyna alveg nóg án þess að þurfa að horfa upp á skerðingar á rétti mínum.

AÐ LÁTA OFBELDI VIÐGANGAST ÁTÖLULAUST

Sæll ÖgmundurÉg er á póstlista Gregs Palast, hins þekkta rannsóknarfréttamanns í Bandaríkjunum, sem þú hefur stundum fjallað um hér á síðunni.

HVAR ERU JAFNAÐARMENNIRNIR?

Sæll Ögmundur.Ég var að lesa pistlana þína á vefsíðuni sem eru allir hver öðrum betri.  Þú mátt vera hreykinn af vefsíðuni, hún er til fyrirmyndar! Það er von að þú spyrjir “Hvar Eru Kratarnir,” eða öllu heldur JAFNAÐARMENNIRNIR, því Jafnaðarmennirnir virðast hafa horfið með Jóni syni Hannibals en kratar sem nú kalla sig Samfylkingu virðast mér ekki beinlínis vera til að hrópa húrra fyrir - meira í ætt við Blair hinn breska en alvöru Jafnarðamenn með stórum staf! Ég er einna mest hissa á hvernig Össur Skarphéðinsson og hans fylgjendur geta þolað svívirðuna, getur það virkilega verið að aurarnir freisti?  Af hinum gat ég búist við öllu þannig að þeir valda mér síður vonbrigðum - þótt aumari séu!  Þetta er sama spurningin sem var spurð hér áður, “hvar alvöru Framsóknarmennirnir væru.” Þeir virtust hverfa af sjónarsviðinu með Steingrími Hermannssyni, og eftir varð  - með örfáum heiðarlegum undantekningum í framvarðarsveitinni - lítilmótlegur, óþjóðlegur sjálftökuhópur.

ÞJÓÐLEGT STJÓRNMÁLAAFL VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR!

Kæri Ögmundur... Það er gott að sjá launafólk vera byrjað að þjappa sér saman undir kjörorðinu “ALLIR FYRIR EINN OG EINN FYRIR ALLA!”   Þetta er góð byrjun, en verður ekki farsælt fyrr en ALLT LAUNAFÓLK, tekur höndum saman, bíti á jaxlinn og gerist samhelt stjórnmálaafl í þjóðfélagi voru! Höfum ofarlega í huga að andstæðingurinn er vel skipulagður, svífst einskis og hefur ótakmarkaða peninga að baki sér, en vill meira.
ATLOTIN Á FLEKASKILUNUM

ATLOTIN Á FLEKASKILUNUM

Sæll Ögmundur.Tíðar hafa myndbirtingarnar verið hér á síðunni af kossaflensi forsætis- og utanríkisráðherra á Þingvöllum snemmsumars.

EIGA KJARASAMNINGAR EKKI FRAMTÍÐ FYRIR SÉR?

Blessaður Ögmundur.Þú bendir á niðurstöður úr könnun SFR um launamun á milli okkar sem störfum hjá opinberum stofnunum og hins vegar þeim sem vinna á almenna markaðnum og virðist þeim flest í vil.