Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Október 2020

HVENÆR LES SIGRÍÐUR?

Sífellt meira á móti blæs margir hætta að anda Sigríður líklega orðin læs léttir þó nokkurn vanda. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt hann er kominn aftur Verður víst um kurt   sá vandræða raftur. Vinstri græn virðast nú vera á undanhaldinu því leiðitöm og liðleg frú er liðhlaupi hjá Íhaldinu. Hörmuleg er andskotans hítin hér borga eigum íhaldsskítinn um þetta yrki lokunarstyrki er ríkistjórnin eitthvað skrítin? ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ... Nonni

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda. Forstöðumður  

ALLT GERT FYRIR SA EN LISTAGREIRI Í FROSTI

Að kaupa völd er krefjandi  og dýrt í kosningum   er áróðri faglega stýrt í Cóvid fári á næsta ári er fátæktin svakaleg það er skýrt. Þar kreppunnar verður vart vælir því allt heima En þetta fólk allt vinnur svart ekki má því gleyma.   ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar. Móðir spilafíkils

Í GYLLINGU HAUSTSINS, ÞORGERÐUR GOLFAR OG SVO KOMA KOSNINGAR ...

Haustlitir úti gullnir glóa gefur okkur aðra sýn Fljótlega þó fer að snjóa og vetur yfir öllu gín. ... Höf. Pétur Hraunfjörð .

STJÚPAN, AMMAN OG SPEGILL ÓLÍNU

Stjúpan illa stundar fát staðreyndum nú flettu Úlfurinn hana ömmu át og tældi rauðu Hettu. Í björgunarhring er skugga Baldur og bókin þakkar verð Ólína elítunni umhugsun veldur að laga þjóðfélagsgerð Höf. Pétur Hraunfjörð.

DRÍFA VILL AFKOMUTRYGGINGU

Ég Drífu þakka dugnaðinn deila máttu því Hún hugsar um mannskapinn enda forseti ASÍ. Höf. Pétur Hrunfjörð

SA RÆÐUR RÍKJUM

Miljörðum Bjarni mokar út og meðhjálparinn KATA Á alþýðunni herða hnút heim munu svikin rata. Með fimmþúsundin ferðaðist landinn og flæktist hér um vítt og breitt Enn nú er atvinnurekenda vandinn  - og SA fær greitt fyrir ekki neitt. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.