KASTLJÓSIÐ OG KÁRAHNJÚKADROTTNINGIN
01.09.2006
Nokkur umræða hefur verið um viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Valgerði Sverrisdóttur fyrrverandi iðnaðarráðherra í Kastljósi þar sem hún reyndi að gera sem minnst úr skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um þær hættur sem hann telur að séu til staðar á virkjunarsvæðinu.