Heill og sæll Ögmundur . Nú eru erfið mál uppi. Og því miður virðist það svo, séð utan frá, að margir þeir þingmenn sem maður hefur treyst á til þess að takast á við slík mál séu að hopa.
"Enginn er eyland" sögðu gömlu kommarnir með Kristinn E. Andrésson í broddi fylkingar. Getur Ísland því sagt sig úr lögum við alþjóðasamfélagið? Verðum við ekki að samþykkja Icesave-samningana eins og þeir liggja fyrir.
Sæll Ögmundur. Fullveldi, sjálfstæði, frelsi sagðiru í grein í Morgunblaðinu nú í vikunni, góð grein og gastu þar skýrt þín sjónarmið og gerðir það á mjög góðan hátt.
Sæll Ögmundur. Fyrsta maí myndin frá Moskvu líður mér aldrei úr minni. Fyrst marsjérandi hermenn, svo gljáfægðir vörubílar, yfirbyggðir með eldflaugum, svo ógurlegir að ég hálfmissti málið, og að endingu öldungarnir, ráðstjórnin sjálf, sem höfðu raðað sér upp langsum eftir grafhýsi Leníns, eða var það grafhýsi Stalíns? . . Og alltaf var þetta eins.
Rétta leiðin í IceSave málum er sú að EES þjóðir sem allar bera sameiginlega ábyrgð á EES samningnum taki sameiginlega að sér að greiða kostnaðinn sem hlýst af samningnum.
Ég þakka greinar þínar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu um landstjórann frá AGS og tilraunir Þorsteins Pálssonar til að þagga umræðu um pólitískan ágreining.